Afnemum þakið Sigurður Hannesson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Fjölbreytt atvinnulíf er eftirsóknarvert því það styrkir grundvöll hagkerfisins. Íslenskt efnahagslíf er mjög sveiflukennt og mun sveiflukenndara en gengur og gerist í samanburðarlöndum. Því veldur m.a. smæð og einhæfni í gjaldeyrissköpun. Hér á landi þarf að fjölga stoðunum. Útflutningstekjur þurfa að vaxa um milljarð á viku hverri næstu tvo áratugi til að standa undir þeim lífsgæðum sem við þekkjum. Það verður ekki gert nema okkur takist að virkja hugvitið enn frekar til þess að skapa aukin verðmæti og draga um leið úr sveiflum. Fyrsta skrefið er að afnema þak á endurgreiðslur vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf. Slíkt hvetur til nýsköpunar en þakið sendir þau röngu skilaboð að um leið og fyrirtæki stækka eigi þau betur heima annars staðar en á Íslandi. Með nýsköpun er hugmyndum breytt í verðmæti og um leið skapast forskot í samkeppni, innan lands og utan. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að nýsköpun sé stunduð. Nýsköpun á ekki einungis við um starfsemi frumkvöðlafyrirtækja heldur fer nýsköpun að verulegu leyti fram innan rótgróinna fyrirtækja jafnt í skapandi iðnaði sem og hefðbundnum iðnaði. Mörg ríki leitast við að örva nýsköpun með skattalegum hvötum. Hér á landi hafa slíkir hvatar þegar sannað gildi sitt en betur má ef duga skal til þess að ná metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda. Vísinda- og tækniráð hefur sett markmið um að fjárfesting í rannsóknum og þróun nemi 3% af landsframleiðslu árið 2024 en hlutfallið er nú ríflega 2%. Fjárfesting í rannsóknum og þróunarstarfi þarf að aukast um 40 milljarða á ársgrundvelli til að ná þessu markmiði eins og fram kemur í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins, Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfni. Afnám þaksins er fyrsta skrefið að því marki. Þar sem hugvit er án landamæra ríkir mikil alþjóðleg samkeppni um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Önnur lönd hafa meðal annars boðið íslenskum fyrirtækjum að flytja starfsemi sína héðan og í hagstæðara starfsumhverfi. Ísland hlýtur að vilja taka þátt í kapphlaupinu og vera eftirsóknarvert til búsetu og atvinnurekstrar. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Fjölbreytt atvinnulíf er eftirsóknarvert því það styrkir grundvöll hagkerfisins. Íslenskt efnahagslíf er mjög sveiflukennt og mun sveiflukenndara en gengur og gerist í samanburðarlöndum. Því veldur m.a. smæð og einhæfni í gjaldeyrissköpun. Hér á landi þarf að fjölga stoðunum. Útflutningstekjur þurfa að vaxa um milljarð á viku hverri næstu tvo áratugi til að standa undir þeim lífsgæðum sem við þekkjum. Það verður ekki gert nema okkur takist að virkja hugvitið enn frekar til þess að skapa aukin verðmæti og draga um leið úr sveiflum. Fyrsta skrefið er að afnema þak á endurgreiðslur vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf. Slíkt hvetur til nýsköpunar en þakið sendir þau röngu skilaboð að um leið og fyrirtæki stækka eigi þau betur heima annars staðar en á Íslandi. Með nýsköpun er hugmyndum breytt í verðmæti og um leið skapast forskot í samkeppni, innan lands og utan. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að nýsköpun sé stunduð. Nýsköpun á ekki einungis við um starfsemi frumkvöðlafyrirtækja heldur fer nýsköpun að verulegu leyti fram innan rótgróinna fyrirtækja jafnt í skapandi iðnaði sem og hefðbundnum iðnaði. Mörg ríki leitast við að örva nýsköpun með skattalegum hvötum. Hér á landi hafa slíkir hvatar þegar sannað gildi sitt en betur má ef duga skal til þess að ná metnaðarfullum markmiðum stjórnvalda. Vísinda- og tækniráð hefur sett markmið um að fjárfesting í rannsóknum og þróun nemi 3% af landsframleiðslu árið 2024 en hlutfallið er nú ríflega 2%. Fjárfesting í rannsóknum og þróunarstarfi þarf að aukast um 40 milljarða á ársgrundvelli til að ná þessu markmiði eins og fram kemur í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins, Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfni. Afnám þaksins er fyrsta skrefið að því marki. Þar sem hugvit er án landamæra ríkir mikil alþjóðleg samkeppni um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Önnur lönd hafa meðal annars boðið íslenskum fyrirtækjum að flytja starfsemi sína héðan og í hagstæðara starfsumhverfi. Ísland hlýtur að vilja taka þátt í kapphlaupinu og vera eftirsóknarvert til búsetu og atvinnurekstrar. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar