Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Það að taka sér pásu frá Facebook getur haft jákvæð áhrif. Vísir/Epa Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af Dr. Eric Vanman við sálfræðisvið Háskólans í Queensland í Ástralíu. Markmiðið var að kanna hver ávinningurinn væri af því fyrir heilsu fólks að hætta á Facebook í nokkra daga. „Það að taka sér pásu frá Facebook í aðeins fimm daga getur lækkað gildi streituhormóna eins og hýdrókortisón (kortisól),“ sagði Vanman í fréttatilkynningu. „Hins vegar virtust þátttakendur í rannsókninni upplifa minni vellíðan almennt með því að hætta á Facebook, þó svo hin lífeðlisfræðilega streita væri minni.“ Vanman telur að ástæðan fyrir þessu sé hreinlega sú að þátttakendurnir hafi ekki áttað sig á að þeir væru að upplifa minni streitu. Þannig hafi þeir upplifað minni vellíðan með því að rjúfa tengsl við vini sína á Facebook. Alls tóku 138 einstaklingar þátt í rannsókninni. Var þeim skipt í tvo hópa, annars vegar hóp sem var virkur á Facebook og hins vegar hóp sem var skipað að hætta á samfélagsmiðlinum í fimm daga. Tilraunin sýndi, eins og áður segir, fram á bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar þess að hætta á Facebok. „Við vitum jafnframt ekki hvort hið sama eigi við um aðra samfélagsmiðla, eins og Twitter eða SnapChat. En okkur grunar að þetta einskorðist ekki við Facebook. En þessar fyrstu niðurstöður gefa til kynna að það sé skynsamlegt fyrir fólk að taka sér frí frá Facebook öðru hverju.“ Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var af Dr. Eric Vanman við sálfræðisvið Háskólans í Queensland í Ástralíu. Markmiðið var að kanna hver ávinningurinn væri af því fyrir heilsu fólks að hætta á Facebook í nokkra daga. „Það að taka sér pásu frá Facebook í aðeins fimm daga getur lækkað gildi streituhormóna eins og hýdrókortisón (kortisól),“ sagði Vanman í fréttatilkynningu. „Hins vegar virtust þátttakendur í rannsókninni upplifa minni vellíðan almennt með því að hætta á Facebook, þó svo hin lífeðlisfræðilega streita væri minni.“ Vanman telur að ástæðan fyrir þessu sé hreinlega sú að þátttakendurnir hafi ekki áttað sig á að þeir væru að upplifa minni streitu. Þannig hafi þeir upplifað minni vellíðan með því að rjúfa tengsl við vini sína á Facebook. Alls tóku 138 einstaklingar þátt í rannsókninni. Var þeim skipt í tvo hópa, annars vegar hóp sem var virkur á Facebook og hins vegar hóp sem var skipað að hætta á samfélagsmiðlinum í fimm daga. Tilraunin sýndi, eins og áður segir, fram á bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar þess að hætta á Facebok. „Við vitum jafnframt ekki hvort hið sama eigi við um aðra samfélagsmiðla, eins og Twitter eða SnapChat. En okkur grunar að þetta einskorðist ekki við Facebook. En þessar fyrstu niðurstöður gefa til kynna að það sé skynsamlegt fyrir fólk að taka sér frí frá Facebook öðru hverju.“
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira