Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Arion banki ætlar að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðju United Silicon og selja hana eins skjótt og auðið er. Vísir/Eyþór Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hver heildarupphæð krafna er. „Við eigum eftir að reikna það út en það kemur í ljós seinna í mánuðinum,“ segir Geir Gestsson skiptastjóri. Kröfuhafafundur verður haldinn í apríl og býst Geir við að þá verði búið að taka afstöðu til flestra krafna sem bárust. Greint var frá því seinni hluta febrúarmánaðar að samkomulag hefði náðst milli skiptastjóra þrotabúsins og Arion banka um að bankinn myndi ganga að veðum og taka yfir allar helstu eignir United Silicon. Bankinn ætlar síðan að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðjunni og selja hana eins skjótt og auðið er. Geir segir að þetta hafi verið stærsta ákvörðunin í búinu. „Eftir það er þetta meiri formvinna,“ segir Geir og bætir við að upplýst verði um verðmæti þeirra eigna sem Arion tók yfir á kröfuhafafundinum. Þá hefur jafnframt komið fram að stjórn United Silicon sakar Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilversins, um auðgunarbrot og hefur kært hann til lögreglu. Þá hafa fimm lífeyrissjóðir sem komu að fjármögnun verksmiðjunnar líka lagt inn kæru. Það eru Festa, Eftirlaunasjóður FÍA, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Brú lífeyrissjóður. Kærendur telja að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna kerfisbundnum auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Kæran var lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hver heildarupphæð krafna er. „Við eigum eftir að reikna það út en það kemur í ljós seinna í mánuðinum,“ segir Geir Gestsson skiptastjóri. Kröfuhafafundur verður haldinn í apríl og býst Geir við að þá verði búið að taka afstöðu til flestra krafna sem bárust. Greint var frá því seinni hluta febrúarmánaðar að samkomulag hefði náðst milli skiptastjóra þrotabúsins og Arion banka um að bankinn myndi ganga að veðum og taka yfir allar helstu eignir United Silicon. Bankinn ætlar síðan að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðjunni og selja hana eins skjótt og auðið er. Geir segir að þetta hafi verið stærsta ákvörðunin í búinu. „Eftir það er þetta meiri formvinna,“ segir Geir og bætir við að upplýst verði um verðmæti þeirra eigna sem Arion tók yfir á kröfuhafafundinum. Þá hefur jafnframt komið fram að stjórn United Silicon sakar Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilversins, um auðgunarbrot og hefur kært hann til lögreglu. Þá hafa fimm lífeyrissjóðir sem komu að fjármögnun verksmiðjunnar líka lagt inn kæru. Það eru Festa, Eftirlaunasjóður FÍA, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Brú lífeyrissjóður. Kærendur telja að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna kerfisbundnum auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Kæran var lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00