Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2018 12:15 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldið á Hólmsheiði frá 19. janúar. Vísir/GVA Lögregla hefur lokið rannsókn sinni á máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Málið var sent héraðssaksóknara fyrir páska að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur, yfirmanns ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá. Hulda Elsa segir að fjöldi brotaþola í málinu sé sjö. Maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Má reikna með því að hann verði í gæsluvarðhaldi þar til málinu líkur. Héraðssaksóknari skoðar nú málið og metur hvort ákært verði í því eða ekki. Vistheimilið sem maðurinn starfaði á var rekið af Barnavernd Reykjavíkur. Talið var að maðurinn hefði unnið með 150-200 börnum á heimilinu en þau brot sem hann er sakaður um munu ekki hafa átt sér stað á vistheimilinu heldur utan þess. Maðurinn var fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að málið fór ekki lengra í ferlinu. Maðurinn var kærður í ágúst en ekki handtekinn fyrr en í janúar. Málið vakti mikla athygli í byrjun árs og gagnrýndi réttargæslumaður piltsins lögreglu harðlega fyrir hve seint var brugðist við kærunni. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 „Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður að sögn yfirmanns hans. 30. janúar 2018 16:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Lögregla hefur lokið rannsókn sinni á máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem grunaður er um kynferðisbrot gegn sjö börnum. Málið var sent héraðssaksóknara fyrir páska að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur, yfirmanns ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá. Hulda Elsa segir að fjöldi brotaþola í málinu sé sjö. Maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Má reikna með því að hann verði í gæsluvarðhaldi þar til málinu líkur. Héraðssaksóknari skoðar nú málið og metur hvort ákært verði í því eða ekki. Vistheimilið sem maðurinn starfaði á var rekið af Barnavernd Reykjavíkur. Talið var að maðurinn hefði unnið með 150-200 börnum á heimilinu en þau brot sem hann er sakaður um munu ekki hafa átt sér stað á vistheimilinu heldur utan þess. Maðurinn var fyrst tilkynntur vegna gruns um kynferðisbrot árið 2008. Mistök starfsmanns borgarinnar urðu til þess að málið fór ekki lengra í ferlinu. Maðurinn var kærður í ágúst en ekki handtekinn fyrr en í janúar. Málið vakti mikla athygli í byrjun árs og gagnrýndi réttargæslumaður piltsins lögreglu harðlega fyrir hve seint var brugðist við kærunni.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 „Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður að sögn yfirmanns hans. 30. janúar 2018 16:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
„Rólegur, ljúfur maður sem börnin hafa aldrei kvartað undan“ Maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn pilti og situr í gæsluvarðhaldi vegna þess, er ljúfur og rólegur maður að sögn yfirmanns hans. 30. janúar 2018 16:38