Ragnheiður best í Olís-deildinni: „Ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2018 15:30 Olís-deild kvenna var gerð upp samhliða því að hita upp fyrir úrslitakeppnina í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi sem tileinkaður var konunum. Þar var lið ársins útnefnt samhliða þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og besta varnarmanninum. Ragnheiður Júlíusdóttir, markadrottning deildarinnar, var útnefnd besti leikmaðurinn en hún var frábær bæði í sókn og vörn í vetur. Hún hefur bætt sig gríðarlega sem varnarmaður á síðustu mánuðum. „Útispilari sem ætlar að vera valinn bestur þarf að gera eitthvað á báðum endum vallarins. Það er klárt mál. Það er ekki hægt að vera best í deildinni ef þú ætlar bara að spila öðru megin,“ sagði Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Ragnheiði. Hann bætti svo við að Ragnheiður hefði alltaf verið góð í vörn. Málið væri bara það að hún hefði aldrei nennt að spila vörnina. Hún var spurð hvort það hefði breyst þegar hún settist í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þætti gærkvöldsins. „Já, ætli það ekki. Ég fékk loksins að spila þrist og það var eitthvað sem að mér bauðst þegar að Elva fór til Danmerkur og Steinunn varð ólétt. Ég ákvað bara að taka því með opnum hug og bæta mig í vörninni. Mér finnst orðið mjög gaman að spila vörn núna og er ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður,“ sagði Ragnheiður. Allt viðtalið við Ragnheiði og Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markvörð ársins úr liði Fram, má sjá í spilaranum hér að ofan.Lið ársins. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00 Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Sjá meira
Olís-deild kvenna var gerð upp samhliða því að hita upp fyrir úrslitakeppnina í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi sem tileinkaður var konunum. Þar var lið ársins útnefnt samhliða þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og besta varnarmanninum. Ragnheiður Júlíusdóttir, markadrottning deildarinnar, var útnefnd besti leikmaðurinn en hún var frábær bæði í sókn og vörn í vetur. Hún hefur bætt sig gríðarlega sem varnarmaður á síðustu mánuðum. „Útispilari sem ætlar að vera valinn bestur þarf að gera eitthvað á báðum endum vallarins. Það er klárt mál. Það er ekki hægt að vera best í deildinni ef þú ætlar bara að spila öðru megin,“ sagði Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Ragnheiði. Hann bætti svo við að Ragnheiður hefði alltaf verið góð í vörn. Málið væri bara það að hún hefði aldrei nennt að spila vörnina. Hún var spurð hvort það hefði breyst þegar hún settist í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þætti gærkvöldsins. „Já, ætli það ekki. Ég fékk loksins að spila þrist og það var eitthvað sem að mér bauðst þegar að Elva fór til Danmerkur og Steinunn varð ólétt. Ég ákvað bara að taka því með opnum hug og bæta mig í vörninni. Mér finnst orðið mjög gaman að spila vörn núna og er ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður,“ sagði Ragnheiður. Allt viðtalið við Ragnheiði og Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markvörð ársins úr liði Fram, má sjá í spilaranum hér að ofan.Lið ársins.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00 Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00 Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Sjá meira
Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00
Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00