Segir gjaldþrot Chuck ehf. bókhaldsklúður Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. apríl 2018 14:06 Chuck Norris Grill og skemmtistaðurinn Dillon eru til húsa við Laugaveg 30. Mynd/Dillon bar Gjaldþrotaskipti Chuck ehf. sem stofnað var í apríl 2014 við opnun Chuck Norris Grill á Laugavegi má rekja til mistaka við bókhald. Þetta segir Jón Bjarni Steinarsson, rekstrarstjóri Chuck Norris Grill og Dillon í samtali við Vísi. Vilhjálmur Sanne stofnaði Chuck ehf. í kringum rekstur veitingastaðarins Chuck Norris Grill en hafi rekið annað fyrirtæki, VSG-Eignir, til að halda utan um rekstur Dillon. Fyrir nokkrum árum síðan hafi honum verið bent á að best væri að sjá um rekstur beggja staðanna undir einu fyrirtæki. Vísir greindi frá gjaldþroti Chuck ehf. fyrr í dag. Úrskurður um gjaldþrot fyrirtækisins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. mars. „Starfsfólk Dillon og starfsfólk Chuck starfa hjá sama fyrirtæki. Vörur eru allar keyptar í gegnum sama fyrirtæki,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. „Þetta fyrirtæki var bara alltaf einhver bastarður. Það átti alltaf eftir að klára að ganga frá því. Nú er búið að því.“Bókhaldsbull og mistök Jón Bjarni og unnusta hans keyptu nýverið 50 prósenta hlut í VSG-Eignum og eiga helming á móti Vilhjálmi Sanne og eiginkonu hans. Unnusta Jóns Bjarna er Katrín Ólafsson og er hún einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solsticce. „Dillon og Secret Solstice hafa verið á sömu skrifstofu núna í eitt og hálft ár,“ segir Jón Bjarni. „Það eru mikil samlegðaráhrif á þessum rekstri. Ég nota Dillon til að bóka artista fyrir Solstice. Við erum tónlistarstaður og tónlistarhátíð. Þetta fer saman.“ Jón Bjarni og Katrín skrifuðu undir kaupsamninga í byrjun mars. „Fyrirtækið er í yfirferð hjá endurskoðanda, sem er eitthvað sem fylgir svona kaupum. Um leið og við komumst að þessu þá fóru endurskoðendur í það að klára ársreikninga og framtal og skila því inn, skiluðu því inn núna í síðustu viku. Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við skiptastjórann,“ segir Jón Bjarni. „Það að þetta fyrirtæki hafi farið á hausinn var bara smá bókhaldsbull og mistök. Það gleymdist aðeins að ganga frá þessu félagi í öllu hinu og það er núna bara búið að leiðrétta það. Félagið verður tekið til baka úr gjaldþrotaskiptum bara svo það sé hægt að ganga frá því og loka því almennilega.“ Gjaldþrot Tengdar fréttir Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. 3. apríl 2018 10:43 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Gjaldþrotaskipti Chuck ehf. sem stofnað var í apríl 2014 við opnun Chuck Norris Grill á Laugavegi má rekja til mistaka við bókhald. Þetta segir Jón Bjarni Steinarsson, rekstrarstjóri Chuck Norris Grill og Dillon í samtali við Vísi. Vilhjálmur Sanne stofnaði Chuck ehf. í kringum rekstur veitingastaðarins Chuck Norris Grill en hafi rekið annað fyrirtæki, VSG-Eignir, til að halda utan um rekstur Dillon. Fyrir nokkrum árum síðan hafi honum verið bent á að best væri að sjá um rekstur beggja staðanna undir einu fyrirtæki. Vísir greindi frá gjaldþroti Chuck ehf. fyrr í dag. Úrskurður um gjaldþrot fyrirtækisins var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. mars. „Starfsfólk Dillon og starfsfólk Chuck starfa hjá sama fyrirtæki. Vörur eru allar keyptar í gegnum sama fyrirtæki,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. „Þetta fyrirtæki var bara alltaf einhver bastarður. Það átti alltaf eftir að klára að ganga frá því. Nú er búið að því.“Bókhaldsbull og mistök Jón Bjarni og unnusta hans keyptu nýverið 50 prósenta hlut í VSG-Eignum og eiga helming á móti Vilhjálmi Sanne og eiginkonu hans. Unnusta Jóns Bjarna er Katrín Ólafsson og er hún einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solsticce. „Dillon og Secret Solstice hafa verið á sömu skrifstofu núna í eitt og hálft ár,“ segir Jón Bjarni. „Það eru mikil samlegðaráhrif á þessum rekstri. Ég nota Dillon til að bóka artista fyrir Solstice. Við erum tónlistarstaður og tónlistarhátíð. Þetta fer saman.“ Jón Bjarni og Katrín skrifuðu undir kaupsamninga í byrjun mars. „Fyrirtækið er í yfirferð hjá endurskoðanda, sem er eitthvað sem fylgir svona kaupum. Um leið og við komumst að þessu þá fóru endurskoðendur í það að klára ársreikninga og framtal og skila því inn, skiluðu því inn núna í síðustu viku. Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við skiptastjórann,“ segir Jón Bjarni. „Það að þetta fyrirtæki hafi farið á hausinn var bara smá bókhaldsbull og mistök. Það gleymdist aðeins að ganga frá þessu félagi í öllu hinu og það er núna bara búið að leiðrétta það. Félagið verður tekið til baka úr gjaldþrotaskiptum bara svo það sé hægt að ganga frá því og loka því almennilega.“
Gjaldþrot Tengdar fréttir Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. 3. apríl 2018 10:43 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Tollstjóri vill sex milljónir frá Chuck ehf. Félagið var komið með vánúmer ári eftir að veitingastaðnum Chuck Norris Grill var komið á laggirnar. 3. apríl 2018 10:43