Óttast sömu þróun og í Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2018 15:45 Hjalti Már Björnsson, segir ástandið ekki eins slæmt og í Bandaríkjunum en það fari versnandi. Mynd/Skjáskot Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira