Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. apríl 2018 15:51 Dagur Sigurðsson tók lagið Vitskert vera, íslenska útgáfu af Helter Skelter með Bítlunum, þegar hann sigraði árið 2011. Í dag var tilkynnt að Söngkeppni framhaldsskólanema hafi verið aflýst í ár. Sagt var frá þessu á vef DV í dag. Keppnin átti að fara fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 14. apríl næstkomandi. „Þetta var þannig að RÚV tilkynnti þeir þyrftu að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra sem ætluðu að sjá um verkefnið hætti skyndilega við. Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa,“ sagði Davíð Snær Jónsson formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema í samtali við DV. Hann kennir þó RÚV ekki alfarið um að keppninni hafi verið aflýst. Sindri Ástmarsson hjá K2 Events sem sem var framkvæmdaaðili keppninnar í ár segir að þetta sé ekki RÚV að kenna þó að það hefði kannski mátt lesa út úr skilaboðum þeirra til keppenda í morgun. Hann segir fyrirtækið hafi verið spennt fyrir verkefninu en það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta við. „Við sáum fram á það að við myndum tapa þvílíkt mikið af peningum, þannig að það var bara gripið til þeirra örþrifaráða að stoppa þetta.“ Fyrirtækið tapar einhverjum upphæðum vegna verkefnisins, eins og launakostnaði starfsmanna og greiðslur fyrir tækjabúnað sem fæst ekki endurgreiddur. „Þetta var bara spurning um einhverja hundraðþúsundkarla eða milljónir og þá mátum við það svo að það væri betra að slaufa þessu strax.“Sindri ÁstmarssonFRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNSindri segir að hann hafi haft mikinn metnað fyrir því að endurvekja keppnina en þetta verkefni þyrfti einfaldlega meiri tíma og betri undirbúning til að þetta ætti að geta gengið upp. K2 Events komu fyrst að þessu verkefni rétt fyrir áramót. Hann segir að RÚV hafi þurft að bakka út þar sem þetta hafi ekki gengið fjárhagslega og að sýning í sjónvarpi hafi verið mikilvægur þáttur, til að ná í styrktaraðila og ná áhuga framhaldsskólanema. „Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir að því hafi aldrei verið slegið föstu að RÚV myndi sýna frá keppninni og aðstandendum hennar hafi verið gerð grein fyrir því strax. Það hafi verið ljóst frá upphafi að bratt hafi verið farið af stað og kostnaðarsamt sé að sýna beint frá svona umfangsmikilli keppni úti á landi. Allra leiða hafi verið leitað en því miður hafi það ekki gengið upp. Það hafi komið á óvart að keppnin hafi staðið og fallið með því hvort hún yrði í beinni útsendingu eða ekki,“ segir í frétt um málið á vef RÚV. Sindri segir að K2 Events muni ekki koma að þessu verkefni á næsta ári en vonar að hún verði sett aftur í fyrra horf. „Það þarf að verða einhver hugarfarsbreyting og það þarf að gera keppnina spennandi aftur.“ Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Í dag var tilkynnt að Söngkeppni framhaldsskólanema hafi verið aflýst í ár. Sagt var frá þessu á vef DV í dag. Keppnin átti að fara fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 14. apríl næstkomandi. „Þetta var þannig að RÚV tilkynnti þeir þyrftu að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra sem ætluðu að sjá um verkefnið hætti skyndilega við. Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa,“ sagði Davíð Snær Jónsson formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema í samtali við DV. Hann kennir þó RÚV ekki alfarið um að keppninni hafi verið aflýst. Sindri Ástmarsson hjá K2 Events sem sem var framkvæmdaaðili keppninnar í ár segir að þetta sé ekki RÚV að kenna þó að það hefði kannski mátt lesa út úr skilaboðum þeirra til keppenda í morgun. Hann segir fyrirtækið hafi verið spennt fyrir verkefninu en það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta við. „Við sáum fram á það að við myndum tapa þvílíkt mikið af peningum, þannig að það var bara gripið til þeirra örþrifaráða að stoppa þetta.“ Fyrirtækið tapar einhverjum upphæðum vegna verkefnisins, eins og launakostnaði starfsmanna og greiðslur fyrir tækjabúnað sem fæst ekki endurgreiddur. „Þetta var bara spurning um einhverja hundraðþúsundkarla eða milljónir og þá mátum við það svo að það væri betra að slaufa þessu strax.“Sindri ÁstmarssonFRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNSindri segir að hann hafi haft mikinn metnað fyrir því að endurvekja keppnina en þetta verkefni þyrfti einfaldlega meiri tíma og betri undirbúning til að þetta ætti að geta gengið upp. K2 Events komu fyrst að þessu verkefni rétt fyrir áramót. Hann segir að RÚV hafi þurft að bakka út þar sem þetta hafi ekki gengið fjárhagslega og að sýning í sjónvarpi hafi verið mikilvægur þáttur, til að ná í styrktaraðila og ná áhuga framhaldsskólanema. „Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir að því hafi aldrei verið slegið föstu að RÚV myndi sýna frá keppninni og aðstandendum hennar hafi verið gerð grein fyrir því strax. Það hafi verið ljóst frá upphafi að bratt hafi verið farið af stað og kostnaðarsamt sé að sýna beint frá svona umfangsmikilli keppni úti á landi. Allra leiða hafi verið leitað en því miður hafi það ekki gengið upp. Það hafi komið á óvart að keppnin hafi staðið og fallið með því hvort hún yrði í beinni útsendingu eða ekki,“ segir í frétt um málið á vef RÚV. Sindri segir að K2 Events muni ekki koma að þessu verkefni á næsta ári en vonar að hún verði sett aftur í fyrra horf. „Það þarf að verða einhver hugarfarsbreyting og það þarf að gera keppnina spennandi aftur.“
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56
Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00