Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. apríl 2018 15:51 Dagur Sigurðsson tók lagið Vitskert vera, íslenska útgáfu af Helter Skelter með Bítlunum, þegar hann sigraði árið 2011. Í dag var tilkynnt að Söngkeppni framhaldsskólanema hafi verið aflýst í ár. Sagt var frá þessu á vef DV í dag. Keppnin átti að fara fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 14. apríl næstkomandi. „Þetta var þannig að RÚV tilkynnti þeir þyrftu að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra sem ætluðu að sjá um verkefnið hætti skyndilega við. Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa,“ sagði Davíð Snær Jónsson formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema í samtali við DV. Hann kennir þó RÚV ekki alfarið um að keppninni hafi verið aflýst. Sindri Ástmarsson hjá K2 Events sem sem var framkvæmdaaðili keppninnar í ár segir að þetta sé ekki RÚV að kenna þó að það hefði kannski mátt lesa út úr skilaboðum þeirra til keppenda í morgun. Hann segir fyrirtækið hafi verið spennt fyrir verkefninu en það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta við. „Við sáum fram á það að við myndum tapa þvílíkt mikið af peningum, þannig að það var bara gripið til þeirra örþrifaráða að stoppa þetta.“ Fyrirtækið tapar einhverjum upphæðum vegna verkefnisins, eins og launakostnaði starfsmanna og greiðslur fyrir tækjabúnað sem fæst ekki endurgreiddur. „Þetta var bara spurning um einhverja hundraðþúsundkarla eða milljónir og þá mátum við það svo að það væri betra að slaufa þessu strax.“Sindri ÁstmarssonFRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNSindri segir að hann hafi haft mikinn metnað fyrir því að endurvekja keppnina en þetta verkefni þyrfti einfaldlega meiri tíma og betri undirbúning til að þetta ætti að geta gengið upp. K2 Events komu fyrst að þessu verkefni rétt fyrir áramót. Hann segir að RÚV hafi þurft að bakka út þar sem þetta hafi ekki gengið fjárhagslega og að sýning í sjónvarpi hafi verið mikilvægur þáttur, til að ná í styrktaraðila og ná áhuga framhaldsskólanema. „Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir að því hafi aldrei verið slegið föstu að RÚV myndi sýna frá keppninni og aðstandendum hennar hafi verið gerð grein fyrir því strax. Það hafi verið ljóst frá upphafi að bratt hafi verið farið af stað og kostnaðarsamt sé að sýna beint frá svona umfangsmikilli keppni úti á landi. Allra leiða hafi verið leitað en því miður hafi það ekki gengið upp. Það hafi komið á óvart að keppnin hafi staðið og fallið með því hvort hún yrði í beinni útsendingu eða ekki,“ segir í frétt um málið á vef RÚV. Sindri segir að K2 Events muni ekki koma að þessu verkefni á næsta ári en vonar að hún verði sett aftur í fyrra horf. „Það þarf að verða einhver hugarfarsbreyting og það þarf að gera keppnina spennandi aftur.“ Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Í dag var tilkynnt að Söngkeppni framhaldsskólanema hafi verið aflýst í ár. Sagt var frá þessu á vef DV í dag. Keppnin átti að fara fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 14. apríl næstkomandi. „Þetta var þannig að RÚV tilkynnti þeir þyrftu að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra sem ætluðu að sjá um verkefnið hætti skyndilega við. Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa,“ sagði Davíð Snær Jónsson formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema í samtali við DV. Hann kennir þó RÚV ekki alfarið um að keppninni hafi verið aflýst. Sindri Ástmarsson hjá K2 Events sem sem var framkvæmdaaðili keppninnar í ár segir að þetta sé ekki RÚV að kenna þó að það hefði kannski mátt lesa út úr skilaboðum þeirra til keppenda í morgun. Hann segir fyrirtækið hafi verið spennt fyrir verkefninu en það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta við. „Við sáum fram á það að við myndum tapa þvílíkt mikið af peningum, þannig að það var bara gripið til þeirra örþrifaráða að stoppa þetta.“ Fyrirtækið tapar einhverjum upphæðum vegna verkefnisins, eins og launakostnaði starfsmanna og greiðslur fyrir tækjabúnað sem fæst ekki endurgreiddur. „Þetta var bara spurning um einhverja hundraðþúsundkarla eða milljónir og þá mátum við það svo að það væri betra að slaufa þessu strax.“Sindri ÁstmarssonFRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNSindri segir að hann hafi haft mikinn metnað fyrir því að endurvekja keppnina en þetta verkefni þyrfti einfaldlega meiri tíma og betri undirbúning til að þetta ætti að geta gengið upp. K2 Events komu fyrst að þessu verkefni rétt fyrir áramót. Hann segir að RÚV hafi þurft að bakka út þar sem þetta hafi ekki gengið fjárhagslega og að sýning í sjónvarpi hafi verið mikilvægur þáttur, til að ná í styrktaraðila og ná áhuga framhaldsskólanema. „Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir að því hafi aldrei verið slegið föstu að RÚV myndi sýna frá keppninni og aðstandendum hennar hafi verið gerð grein fyrir því strax. Það hafi verið ljóst frá upphafi að bratt hafi verið farið af stað og kostnaðarsamt sé að sýna beint frá svona umfangsmikilli keppni úti á landi. Allra leiða hafi verið leitað en því miður hafi það ekki gengið upp. Það hafi komið á óvart að keppnin hafi staðið og fallið með því hvort hún yrði í beinni útsendingu eða ekki,“ segir í frétt um málið á vef RÚV. Sindri segir að K2 Events muni ekki koma að þessu verkefni á næsta ári en vonar að hún verði sett aftur í fyrra horf. „Það þarf að verða einhver hugarfarsbreyting og það þarf að gera keppnina spennandi aftur.“
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56
Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00