Söngkeppni framhaldsskólanna aflýst Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. apríl 2018 15:51 Dagur Sigurðsson tók lagið Vitskert vera, íslenska útgáfu af Helter Skelter með Bítlunum, þegar hann sigraði árið 2011. Í dag var tilkynnt að Söngkeppni framhaldsskólanema hafi verið aflýst í ár. Sagt var frá þessu á vef DV í dag. Keppnin átti að fara fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 14. apríl næstkomandi. „Þetta var þannig að RÚV tilkynnti þeir þyrftu að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra sem ætluðu að sjá um verkefnið hætti skyndilega við. Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa,“ sagði Davíð Snær Jónsson formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema í samtali við DV. Hann kennir þó RÚV ekki alfarið um að keppninni hafi verið aflýst. Sindri Ástmarsson hjá K2 Events sem sem var framkvæmdaaðili keppninnar í ár segir að þetta sé ekki RÚV að kenna þó að það hefði kannski mátt lesa út úr skilaboðum þeirra til keppenda í morgun. Hann segir fyrirtækið hafi verið spennt fyrir verkefninu en það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta við. „Við sáum fram á það að við myndum tapa þvílíkt mikið af peningum, þannig að það var bara gripið til þeirra örþrifaráða að stoppa þetta.“ Fyrirtækið tapar einhverjum upphæðum vegna verkefnisins, eins og launakostnaði starfsmanna og greiðslur fyrir tækjabúnað sem fæst ekki endurgreiddur. „Þetta var bara spurning um einhverja hundraðþúsundkarla eða milljónir og þá mátum við það svo að það væri betra að slaufa þessu strax.“Sindri ÁstmarssonFRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNSindri segir að hann hafi haft mikinn metnað fyrir því að endurvekja keppnina en þetta verkefni þyrfti einfaldlega meiri tíma og betri undirbúning til að þetta ætti að geta gengið upp. K2 Events komu fyrst að þessu verkefni rétt fyrir áramót. Hann segir að RÚV hafi þurft að bakka út þar sem þetta hafi ekki gengið fjárhagslega og að sýning í sjónvarpi hafi verið mikilvægur þáttur, til að ná í styrktaraðila og ná áhuga framhaldsskólanema. „Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir að því hafi aldrei verið slegið föstu að RÚV myndi sýna frá keppninni og aðstandendum hennar hafi verið gerð grein fyrir því strax. Það hafi verið ljóst frá upphafi að bratt hafi verið farið af stað og kostnaðarsamt sé að sýna beint frá svona umfangsmikilli keppni úti á landi. Allra leiða hafi verið leitað en því miður hafi það ekki gengið upp. Það hafi komið á óvart að keppnin hafi staðið og fallið með því hvort hún yrði í beinni útsendingu eða ekki,“ segir í frétt um málið á vef RÚV. Sindri segir að K2 Events muni ekki koma að þessu verkefni á næsta ári en vonar að hún verði sett aftur í fyrra horf. „Það þarf að verða einhver hugarfarsbreyting og það þarf að gera keppnina spennandi aftur.“ Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Í dag var tilkynnt að Söngkeppni framhaldsskólanema hafi verið aflýst í ár. Sagt var frá þessu á vef DV í dag. Keppnin átti að fara fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 14. apríl næstkomandi. „Þetta var þannig að RÚV tilkynnti þeir þyrftu að bakka út úr verkefninu vegna þess að undirverktaki þeirra sem ætluðu að sjá um verkefnið hætti skyndilega við. Þetta varð til þess að keðjuverkandi áhrif urðu til, sem gátu aðeins endað illa,“ sagði Davíð Snær Jónsson formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema í samtali við DV. Hann kennir þó RÚV ekki alfarið um að keppninni hafi verið aflýst. Sindri Ástmarsson hjá K2 Events sem sem var framkvæmdaaðili keppninnar í ár segir að þetta sé ekki RÚV að kenna þó að það hefði kannski mátt lesa út úr skilaboðum þeirra til keppenda í morgun. Hann segir fyrirtækið hafi verið spennt fyrir verkefninu en það hafi ekki verið annað í stöðunni en að hætta við. „Við sáum fram á það að við myndum tapa þvílíkt mikið af peningum, þannig að það var bara gripið til þeirra örþrifaráða að stoppa þetta.“ Fyrirtækið tapar einhverjum upphæðum vegna verkefnisins, eins og launakostnaði starfsmanna og greiðslur fyrir tækjabúnað sem fæst ekki endurgreiddur. „Þetta var bara spurning um einhverja hundraðþúsundkarla eða milljónir og þá mátum við það svo að það væri betra að slaufa þessu strax.“Sindri ÁstmarssonFRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNSindri segir að hann hafi haft mikinn metnað fyrir því að endurvekja keppnina en þetta verkefni þyrfti einfaldlega meiri tíma og betri undirbúning til að þetta ætti að geta gengið upp. K2 Events komu fyrst að þessu verkefni rétt fyrir áramót. Hann segir að RÚV hafi þurft að bakka út þar sem þetta hafi ekki gengið fjárhagslega og að sýning í sjónvarpi hafi verið mikilvægur þáttur, til að ná í styrktaraðila og ná áhuga framhaldsskólanema. „Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir að því hafi aldrei verið slegið föstu að RÚV myndi sýna frá keppninni og aðstandendum hennar hafi verið gerð grein fyrir því strax. Það hafi verið ljóst frá upphafi að bratt hafi verið farið af stað og kostnaðarsamt sé að sýna beint frá svona umfangsmikilli keppni úti á landi. Allra leiða hafi verið leitað en því miður hafi það ekki gengið upp. Það hafi komið á óvart að keppnin hafi staðið og fallið með því hvort hún yrði í beinni útsendingu eða ekki,“ segir í frétt um málið á vef RÚV. Sindri segir að K2 Events muni ekki koma að þessu verkefni á næsta ári en vonar að hún verði sett aftur í fyrra horf. „Það þarf að verða einhver hugarfarsbreyting og það þarf að gera keppnina spennandi aftur.“
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04 Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56 Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Söngkeppni framhaldsskólanna ekki haldin í ár Söngkeppni framhaldsskólanna verður ekki haldin árið 2017, vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. 24. janúar 2017 13:04
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag "Það hafa allir verið til í að vera með sem eru að koma að þessu. Þetta small allt mjög hratt,“ segir Helgi Steinar Halldórsson. 14. apríl 2016 21:56
Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Hljómsveitin Náttsól frá Menntaskólanum í Hamrahlíð bar sigur úr bítum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um síðustu helgi. Þær fluttu lagið Hyperballad eftir Björk Guðmundsdóttur. 12. apríl 2016 08:00