Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. apríl 2018 08:28 Slökkviliðið getur lítið aðhafst þegar eldurinn er jafn kraftmikill og sést hér. Vísir/Birgir Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira