Sigga Beinteins fékk tár í augun við að horfa á brunann Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2018 14:06 Sigga Beinteins fór á vettvang og varð brugðið þegar hún sá hversu mikinn eldsvoða var um að ræða. mynd/samsett/GVA/Birgir Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28