Myndasyrpa frá Miðhrauni: Tjónið líklega á annan milljarð Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 21:15 Slökkvistarf stendur enn yfir í Miðhrauni í Garðabæ þar sem einn af stærstu brunum síðustu ára kom upp í atvinnuhúsnæði í dag. Um 150 viðbragðsaðilar komu að því að ná tökum á brunanum og tjónið er líklega á annan milljarð króna. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að brjóta hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Slökkvistarf stendur enn yfir og notast Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn í húsið, þar sem slökkt er í öllum glæðum sem finnast.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Húsið er mjög illa farið ef ekki ónýtt og segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að unnið verði fram eftir nóttu. Lögreglu hefur enn ekki verið afhentur vettvangurinn til rannsóknar þó svo að starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu séu komnir á vettvang til að rannsaka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun.Sjá einnig: Maður handtekinn vegna brunans en hreinsaður af sök Birgir segir að slökkviliðsmenn kanni aðstæður í húsinu. Efri hæðin hjá Geymslum er ónýt en farið verður á neðri hæðina í kvöld og aðstæður skoðaðar þar innandyra. Einn slökkviliðsmaður slasaðist lítillega þegar hann féll á milli hæða í dag.Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði í dag að kanna þurfi hvort það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. Þá hafa áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. sett sig í samband við fyrirtækið og tryggingarfélög í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Sömuleiðis brunnu allar eignir Dýrahjálpar og sviðsmynd fyrir jólatónleika Siggu Beinteins. Hér að neðan má sjá myndir sem starfsmenn fréttastofunnar tóku í Miðhrauni í dag.Vísir/Egill Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Slökkvistarf stendur enn yfir í Miðhrauni í Garðabæ þar sem einn af stærstu brunum síðustu ára kom upp í atvinnuhúsnæði í dag. Um 150 viðbragðsaðilar komu að því að ná tökum á brunanum og tjónið er líklega á annan milljarð króna. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að brjóta hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Slökkvistarf stendur enn yfir og notast Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn í húsið, þar sem slökkt er í öllum glæðum sem finnast.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Húsið er mjög illa farið ef ekki ónýtt og segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að unnið verði fram eftir nóttu. Lögreglu hefur enn ekki verið afhentur vettvangurinn til rannsóknar þó svo að starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu séu komnir á vettvang til að rannsaka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun.Sjá einnig: Maður handtekinn vegna brunans en hreinsaður af sök Birgir segir að slökkviliðsmenn kanni aðstæður í húsinu. Efri hæðin hjá Geymslum er ónýt en farið verður á neðri hæðina í kvöld og aðstæður skoðaðar þar innandyra. Einn slökkviliðsmaður slasaðist lítillega þegar hann féll á milli hæða í dag.Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði í dag að kanna þurfi hvort það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. Þá hafa áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. sett sig í samband við fyrirtækið og tryggingarfélög í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Sömuleiðis brunnu allar eignir Dýrahjálpar og sviðsmynd fyrir jólatónleika Siggu Beinteins. Hér að neðan má sjá myndir sem starfsmenn fréttastofunnar tóku í Miðhrauni í dag.Vísir/Egill
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54
Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54
Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39