Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. apríl 2018 08:40 Geymslur loguðu í gær og ljóst að tjón er margvíslegt og mikið. Vísir/eyþór Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45