Lögreglan í Liverpool safnar nú myndböndum af rútuárásinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2018 09:30 Það voru margir að mynda. Vísir/Getty Fólk sem tók upp myndband af rútuárásinni í Liverpool á miðvikudagskvöldið gæti aðstoðað við rannsókn málsins. Lögreglan treystir á að fá þá hjálp. Dósum, flöskum og eldblysum var kastað í rútu leikmanna Manchester City á leið á leikinn við Liverpool á Anfield á miðvikudagskvöldið og nú leitar lögreglan í Liverpool að frekari sönnunargögnum. Manuel Estiarte, aðstoðarþjálfari Manchester City, tók upp myndband innan úr rútunni, þegar stuðningsmenn Liverpool réðust á rútuna, en það myndband er ekki nóg."Anyone with footage of projectiles being thrown send it to a dedicated email address so that it can be reviewed". Merseyside Police have asked for the public's help with the attack on Manchester City's team bus at Anfield. Read: https://t.co/sDb1MM7OmZpic.twitter.com/ORzZ4eGFD3 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 Lögreglan í Liverpool leitar aftur til fólks sem var á svæðinu og tók upp myndbönd af vitleysingunum sem köstuðu hlutum í Manchester City rúðuna. Leikmenn Manchester City sluppu ómeiddir úr þessari árás stuðningsmanna Liverpool á rútuna en rútan var aftur á móti úr leik. City-liðið þurfti þannig aðra rútu til að fara til baka. Liverpool baðst strax afsökunar á hegðun stuðningsmanna sinna og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagðist ekki skilja hvernig svona gæti gerst hjá svo virtu félagi.Chaotic scene as fans outside Anfield attack the Man City team bus prior to Liverpool's 3-0 #UCL win (via Manuel Estiarte/IG) pic.twitter.com/N2wvownKFF — Sports Illustrated (@SInow) April 5, 2018 City-rútan slapp ósködduð til baka frá Anfield. Stuðningsmenn Liverpool voru nefnilega með hugann við annað eftir leik enda að fagna glæsilegum 3-0 sigri og því að liðið væri komið í dauðafæri að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Það urðu samt meiðsli á fólki því tveir lögreglumenn slösuðust við það að reyna að hafa stjórn á æstum stuðningsmönnum Liverpool. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært Liverpool fyrir fjögur brot í tengslum við hegðun þeirra á miðvikudagskvöldið en mun ekki taka málið fyrir fyrr en 31. maí eða eftir þetta Meistaradeildartímabil.Following the attack on Man City's team bus Liverpool have been charged with: Setting off fireworks Throwing objects Acts of damage Crowd disturbances Uefa will rule on the case five days after the Champions League final. ➡ https://t.co/sDb1MM7OmZpic.twitter.com/7olFRpmyRg — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Fólk sem tók upp myndband af rútuárásinni í Liverpool á miðvikudagskvöldið gæti aðstoðað við rannsókn málsins. Lögreglan treystir á að fá þá hjálp. Dósum, flöskum og eldblysum var kastað í rútu leikmanna Manchester City á leið á leikinn við Liverpool á Anfield á miðvikudagskvöldið og nú leitar lögreglan í Liverpool að frekari sönnunargögnum. Manuel Estiarte, aðstoðarþjálfari Manchester City, tók upp myndband innan úr rútunni, þegar stuðningsmenn Liverpool réðust á rútuna, en það myndband er ekki nóg."Anyone with footage of projectiles being thrown send it to a dedicated email address so that it can be reviewed". Merseyside Police have asked for the public's help with the attack on Manchester City's team bus at Anfield. Read: https://t.co/sDb1MM7OmZpic.twitter.com/ORzZ4eGFD3 — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018 Lögreglan í Liverpool leitar aftur til fólks sem var á svæðinu og tók upp myndbönd af vitleysingunum sem köstuðu hlutum í Manchester City rúðuna. Leikmenn Manchester City sluppu ómeiddir úr þessari árás stuðningsmanna Liverpool á rútuna en rútan var aftur á móti úr leik. City-liðið þurfti þannig aðra rútu til að fara til baka. Liverpool baðst strax afsökunar á hegðun stuðningsmanna sinna og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagðist ekki skilja hvernig svona gæti gerst hjá svo virtu félagi.Chaotic scene as fans outside Anfield attack the Man City team bus prior to Liverpool's 3-0 #UCL win (via Manuel Estiarte/IG) pic.twitter.com/N2wvownKFF — Sports Illustrated (@SInow) April 5, 2018 City-rútan slapp ósködduð til baka frá Anfield. Stuðningsmenn Liverpool voru nefnilega með hugann við annað eftir leik enda að fagna glæsilegum 3-0 sigri og því að liðið væri komið í dauðafæri að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Það urðu samt meiðsli á fólki því tveir lögreglumenn slösuðust við það að reyna að hafa stjórn á æstum stuðningsmönnum Liverpool. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært Liverpool fyrir fjögur brot í tengslum við hegðun þeirra á miðvikudagskvöldið en mun ekki taka málið fyrir fyrr en 31. maí eða eftir þetta Meistaradeildartímabil.Following the attack on Man City's team bus Liverpool have been charged with: Setting off fireworks Throwing objects Acts of damage Crowd disturbances Uefa will rule on the case five days after the Champions League final. ➡ https://t.co/sDb1MM7OmZpic.twitter.com/7olFRpmyRg — BBC Sport (@BBCSport) April 5, 2018
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira