Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 13:00 Álfurstinn Oleg Deripaska er sagður einn þeirra sem refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar ná til. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag um refsiaðgerðir gegn sjö rússneskum auðkýfingum með náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Alls beinast aðgerðirnar að 24 rússneskum einstaklingum og fjórtán stofnunum.Bandaríska blaðið Politico segir að á meðal þeirra séu Oleg Deripaska, milljarðamæringur, sem er sagður hafa tengsl við Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort er einn þeirra sem hefur verið ákærður í svonefndri Rússarannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þá beinast aðgerðirnar að Kirill Shamalov, tengdasyni Pútín. New York Times segir að auk ólígarkanna sjö séu sautján háttsettir embættismenn skotmark aðgerðanna. „Rússneska ríkisstjórnin starfar sérstaklega til hagsbóta ólígarka og opinberrar valdastéttar. Rússneskir ólígarkar og valdastétt sem hefur hagnast á þessu spillta kerfi verða ekki lengur einangraðir frá afleiðingum aðgerða ríkisstjórnar þeirra til að valda óstöðugleika,“ segir Steven Mnuchin, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.Fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að fyrirtækin sem aðgerðirnar ná til séu í eigu ólígarkanna en einnig sé þar á meðal vopnasölufyrirtæki í eigu rússneska ríkisins og fjármálastofnun. Haft er eftir bandarískum embættismönnum að aðgerðirnar nú séu vegna „illviljaðra aðgerða“ Rússa um allan heim. Eigur ólígarkanna í Bandaríkjunum eru frystar og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við þá.Rannsaka mögulega aðkomu ólígarka að kosningaafskiptunumReuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um í dag séu þær hörðustu sem Bandaríkjastjórn hefur gripið til gegn Rússum fram að þessu vegna tilrauna til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld refsað nítján Rússum og fimm stofnunum, þar á með rússneskum leyniþjónustustofnunum, vegna tölvuárása.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Rannsókn Mueller er meðal annars sögð beinast að því hvort að rússneskir ólígarkar hafi veitt fé inn í framboð Trump, mögulega í gegnum bandaríska milliliði, fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Slíkt er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag um refsiaðgerðir gegn sjö rússneskum auðkýfingum með náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Alls beinast aðgerðirnar að 24 rússneskum einstaklingum og fjórtán stofnunum.Bandaríska blaðið Politico segir að á meðal þeirra séu Oleg Deripaska, milljarðamæringur, sem er sagður hafa tengsl við Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort er einn þeirra sem hefur verið ákærður í svonefndri Rússarannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þá beinast aðgerðirnar að Kirill Shamalov, tengdasyni Pútín. New York Times segir að auk ólígarkanna sjö séu sautján háttsettir embættismenn skotmark aðgerðanna. „Rússneska ríkisstjórnin starfar sérstaklega til hagsbóta ólígarka og opinberrar valdastéttar. Rússneskir ólígarkar og valdastétt sem hefur hagnast á þessu spillta kerfi verða ekki lengur einangraðir frá afleiðingum aðgerða ríkisstjórnar þeirra til að valda óstöðugleika,“ segir Steven Mnuchin, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.Fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að fyrirtækin sem aðgerðirnar ná til séu í eigu ólígarkanna en einnig sé þar á meðal vopnasölufyrirtæki í eigu rússneska ríkisins og fjármálastofnun. Haft er eftir bandarískum embættismönnum að aðgerðirnar nú séu vegna „illviljaðra aðgerða“ Rússa um allan heim. Eigur ólígarkanna í Bandaríkjunum eru frystar og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við þá.Rannsaka mögulega aðkomu ólígarka að kosningaafskiptunumReuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um í dag séu þær hörðustu sem Bandaríkjastjórn hefur gripið til gegn Rússum fram að þessu vegna tilrauna til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld refsað nítján Rússum og fimm stofnunum, þar á með rússneskum leyniþjónustustofnunum, vegna tölvuárása.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Rannsókn Mueller er meðal annars sögð beinast að því hvort að rússneskir ólígarkar hafi veitt fé inn í framboð Trump, mögulega í gegnum bandaríska milliliði, fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Slíkt er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15