Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. apríl 2018 13:24 Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Miðhrauni í morgun. Þarna voru áður geymslur og lager. Vísir/Vilhelm Hugsanlegt er að verðmæti, sem brunnu í húsakynnum Geymslna í Garðabæ í gær, séu brunatryggð, eða á ábyrgð Geymslna, samkvæmt lögum um þjónustukaup. Tjónið vegna brunans í Miðhrauni er líklega á annan milljarð króna en áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín. Fram kemur á heimasíðu Geymslna að tryggingar séu ekki innifaldar í leigu, en Guðni á Haraldsson hæstaréttarlögmaður er ekki viss um að það leysi fyrirtækið undan allri ábyrgð. Tjónið fyrir leigjendur var bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt, enda misstu margir hluti sem hafa mikið tilfinningalegt gildi. „Lögin um þjónustukaup þau gilda um geymslu á lausafjármunum og lögin eru óundanþæg neytendum, það er að segja, það má ekki víkja frá þeim neytenda í óhag. Í lögunum er tekið fram að farist munir sem eru í geymslu að tilviljun eða vegna þjófnaðar eða eldsvoða, þá sé það á ábyrgð rekstraraðila geymslunnar af því að hann getur tryggt sig fyrir slíku,“ sagði Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður í samtali við fréttastofu í hádeginu. „Þannig að þarna er ábyrgðinni velt yfir á rekstraraðilann og það er óheimilt að undanþiggja sig slíkri ábyrgð vegna þess að lögin eru neytendum í hag.“ Áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín.Vísir/VilhelmLeigjendur láti reyna á hvort skilmálar haldi gagnvart lögum Varðandi textann á heimasíðu Geymslna um að trygging sé ekki innifalin í leigu segir Guðni: „Þá myndi reyna á það hvort að sá skilmáli eða sá fyrirvari, hvort hann héldi gagnvart lögunum. Vegna þess að það er óheimilt að víkja frá ákvæðum laganna neytendum í óhag.“ Aðspurður hvort skilyrði Geymslna teljist frávik frá lögum segir Guðni að hann ætli ekki að fullyrða það. „En það er alveg vel þess virði að skoða það. Það hafa fallið svona úrskurðir í úrskurðarnefndum um neytendamál þar sem að geymsluaðili hefur verið talin bera ábyrgð á svona hlutum. Það er vel þess virði, af því að þetta eru kannski miklir hagsmunir fyrir einstaklinga, að láta skoða þetta og taka ekki svona fullyrðingar án þess að skoða það nánar.“ Lögregla hóf í dag sína rannsókn á brunanum og verður meðal annars farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðri byggingunni í Miðhrauni 4, við hlið geymslnanna á vegum fyrirtækisins Geymslur. Slökkviliðið mun rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Hugsanlegt er að verðmæti, sem brunnu í húsakynnum Geymslna í Garðabæ í gær, séu brunatryggð, eða á ábyrgð Geymslna, samkvæmt lögum um þjónustukaup. Tjónið vegna brunans í Miðhrauni er líklega á annan milljarð króna en áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín. Fram kemur á heimasíðu Geymslna að tryggingar séu ekki innifaldar í leigu, en Guðni á Haraldsson hæstaréttarlögmaður er ekki viss um að það leysi fyrirtækið undan allri ábyrgð. Tjónið fyrir leigjendur var bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt, enda misstu margir hluti sem hafa mikið tilfinningalegt gildi. „Lögin um þjónustukaup þau gilda um geymslu á lausafjármunum og lögin eru óundanþæg neytendum, það er að segja, það má ekki víkja frá þeim neytenda í óhag. Í lögunum er tekið fram að farist munir sem eru í geymslu að tilviljun eða vegna þjófnaðar eða eldsvoða, þá sé það á ábyrgð rekstraraðila geymslunnar af því að hann getur tryggt sig fyrir slíku,“ sagði Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður í samtali við fréttastofu í hádeginu. „Þannig að þarna er ábyrgðinni velt yfir á rekstraraðilann og það er óheimilt að undanþiggja sig slíkri ábyrgð vegna þess að lögin eru neytendum í hag.“ Áhyggjufullum geymsluleigjendum var í gær ráðlagt að hafa sem fyrst samband við tryggingafélög sín.Vísir/VilhelmLeigjendur láti reyna á hvort skilmálar haldi gagnvart lögum Varðandi textann á heimasíðu Geymslna um að trygging sé ekki innifalin í leigu segir Guðni: „Þá myndi reyna á það hvort að sá skilmáli eða sá fyrirvari, hvort hann héldi gagnvart lögunum. Vegna þess að það er óheimilt að víkja frá ákvæðum laganna neytendum í óhag.“ Aðspurður hvort skilyrði Geymslna teljist frávik frá lögum segir Guðni að hann ætli ekki að fullyrða það. „En það er alveg vel þess virði að skoða það. Það hafa fallið svona úrskurðir í úrskurðarnefndum um neytendamál þar sem að geymsluaðili hefur verið talin bera ábyrgð á svona hlutum. Það er vel þess virði, af því að þetta eru kannski miklir hagsmunir fyrir einstaklinga, að láta skoða þetta og taka ekki svona fullyrðingar án þess að skoða það nánar.“ Lögregla hóf í dag sína rannsókn á brunanum og verður meðal annars farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear, sem er í miðri byggingunni í Miðhrauni 4, við hlið geymslnanna á vegum fyrirtækisins Geymslur. Slökkviliðið mun rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45