Innlent

Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann

Kjartan Kjartansson skrifar
Iðnaðarhúsnæðið við Miðhraun í Garðabæ er talið ónýtt eftir brunann.
Iðnaðarhúsnæðið við Miðhraun í Garðabæ er talið ónýtt eftir brunann. Vísir/Eyþór
Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað í tengslum við eldsvoðann mikla í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í gær, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu kemur fram að rannsókn sé í fullum gangi.

Rannsókn er engu að síður skammt á veg komin. Vísar lögreglan þar til hrunhætta á vettvangi. Vegna hennar hafi tæknideild lögreglu ekki enn getað athafnað sig þar eins og vera skyldi. Vonir standi til að úr því megi bæta um eða eftir helgi.

Lögreglan er þó að rannsaka aðra þætti og aflaði ganga þegar í gær, meðal annars úr eftirlitsmyndavélum og með skýrslutökum af vitnum. Brunavettvangur hefur verið lokaður af og er vaktaður. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×