Góður starfsandi á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þrátt fyrir uppsagnir Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 6. apríl 2018 17:31 Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði sem heyrir undir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Visir/Pjetur Í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017-2018 kemur fram að starfsfólki þyki erfitt að sitja undir fréttum þess efnis að erfiður vinnumórall, grasserandi neikvæðni og þungt andrúmsloft ríki á vinnustaðnum. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að deilur milli lækna hafi komið upp og að stofnunin hafi gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hafi haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir hafi svo haft í för með sér meira álag á starfsfólk. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að þrátt fyrir allt þetta sem gengið hefur á ríki góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Stjórn starfsmannafélagsins þykir leiðinlegt að upplifun fráfarandi starfsfólks sé sú sem hefur verið lýst í fréttum og vill árétta að almennt ríki góður starfsandi meðal starfsmanna stofnunarinnar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017 og 2018.Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um uppsagnir stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fram kemur í fréttum að málið snúist að hluta til um slæman starfsanda, erfiðan vinnumóral, þungt andrúmsloft og grasserandi neikvæðni. Okkur starfsfólki finnst erfitt að sitja undir þessum fréttum, okkur sárnar og finnst að okkur vegið með þessari framsetningu.Víða um land hafa verið erfiðleikar í rekstri heilbrigðisstofnana. Illa hefur gengið að manna lykilstöður og ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Auk fyrrgreindra erfiðleika hafa komið upp deilur milli lækna hér á Hvest og stofnunin hefur einnig gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hefur haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir skapa aukið álag á starfsfólk. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þá hefur ríkt góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Við höfum eftir fremsta megni lagt okkur fram við að sinna okkar störfum og samskiptum við skjólstæðinga þannig að fagmennska og gæði séu í forgangi. Gert okkar ítrasta til að halda skjólstæðingum utan við þær deilur sem upp hafa komið og reynt að miðla áfram gleðinni sem felst í þeim gefandi störfum sem við heilbrigðisstarfsfólk sinnum. Starfsmannafélag starfar af krafti við stofnunina og félagslíf verið mikið og gott. Haldnar eru árshátíðir þar sem allir leggja sig fram við að skemmta sér og öðrum. Farið í óvissuferðir, gönguferðir, haldin fjölskyldugrill og skíðadagar svo nokkuð sé nefnt. Þátttaka í slíkum viðburðum eflir starfsanda og auðveldar nýju starfsfólki að kynnast samstarfsfólki og falla inn i hópinn.Okkur þykir leitt að upplifun fráfarandi starfsmanna hafi verið sú sem í fréttum er lýst en viljum árétta að almennt meðal starfsmanna er góður starfsandi og við hlökkum til að þjónusta íbúa Vestfjarða á komandi árum með faglegu starfi í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017-2018 kemur fram að starfsfólki þyki erfitt að sitja undir fréttum þess efnis að erfiður vinnumórall, grasserandi neikvæðni og þungt andrúmsloft ríki á vinnustaðnum. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að deilur milli lækna hafi komið upp og að stofnunin hafi gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hafi haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir hafi svo haft í för með sér meira álag á starfsfólk. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að þrátt fyrir allt þetta sem gengið hefur á ríki góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Stjórn starfsmannafélagsins þykir leiðinlegt að upplifun fráfarandi starfsfólks sé sú sem hefur verið lýst í fréttum og vill árétta að almennt ríki góður starfsandi meðal starfsmanna stofnunarinnar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017 og 2018.Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um uppsagnir stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fram kemur í fréttum að málið snúist að hluta til um slæman starfsanda, erfiðan vinnumóral, þungt andrúmsloft og grasserandi neikvæðni. Okkur starfsfólki finnst erfitt að sitja undir þessum fréttum, okkur sárnar og finnst að okkur vegið með þessari framsetningu.Víða um land hafa verið erfiðleikar í rekstri heilbrigðisstofnana. Illa hefur gengið að manna lykilstöður og ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Auk fyrrgreindra erfiðleika hafa komið upp deilur milli lækna hér á Hvest og stofnunin hefur einnig gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hefur haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir skapa aukið álag á starfsfólk. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þá hefur ríkt góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Við höfum eftir fremsta megni lagt okkur fram við að sinna okkar störfum og samskiptum við skjólstæðinga þannig að fagmennska og gæði séu í forgangi. Gert okkar ítrasta til að halda skjólstæðingum utan við þær deilur sem upp hafa komið og reynt að miðla áfram gleðinni sem felst í þeim gefandi störfum sem við heilbrigðisstarfsfólk sinnum. Starfsmannafélag starfar af krafti við stofnunina og félagslíf verið mikið og gott. Haldnar eru árshátíðir þar sem allir leggja sig fram við að skemmta sér og öðrum. Farið í óvissuferðir, gönguferðir, haldin fjölskyldugrill og skíðadagar svo nokkuð sé nefnt. Þátttaka í slíkum viðburðum eflir starfsanda og auðveldar nýju starfsfólki að kynnast samstarfsfólki og falla inn i hópinn.Okkur þykir leitt að upplifun fráfarandi starfsmanna hafi verið sú sem í fréttum er lýst en viljum árétta að almennt meðal starfsmanna er góður starfsandi og við hlökkum til að þjónusta íbúa Vestfjarða á komandi árum með faglegu starfi í heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16