Innlent

Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Ljósmæður fóru í verkfall árið 2015.
Ljósmæður fóru í verkfall árið 2015. vísir/vilhelm
Deila Ljósmæðrafélags Ísland harðnar dag frá degi og hafa á þriðja tug ljósmæðra sagt upp störfum á Landsspítalanum af þeim ríflega 150 sem þar starfa. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir þetta mikið áhyggjuefni.

Páll segir einnig að það sé reynsla þeirra að þó svo að samninganefndir nái saman að það skili ekki öllum til baka. 

„Lengi vel var staðan sú að eftirsóttasti vinnustaður ljósmæðra var á Landspítala enda hér verkefnin mest krefjandi og faglegar áskoranir miklar,” segir Páll í pistli sínum.

Sú staða sé einfaldlega breytt og því séu harðar kjaradeilur eins og þessi afar slæmar fyrir starfsemi þar sem mikilvægi fagþjónustu hæfustu ljósmæðra ætti að vera öllum ljós. Páll hvetur samningsaðila til þess að klára samningsgerð sem allra fyrst því þetta sé óþolandi staða.


Tengdar fréttir

Ljósmæður að bugast

Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×