Steyptu bæði stjaka og kerti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2018 10:00 Frumkvöðlarnir Ásdís Ágústsdóttir, Nína Melsted Margrétardóttir, Margrét Stella Kaldalóns Sigurðardóttir, Emilía Katrín Böðvarsdóttir, Helga Lena Garðarsdóttir og Lára Sif Davíðsdóttir kynna framleiðslu sína í Smáralind í dag. Fréttablaðið/Ernir Sex bekkjarsystur úr Versló kynna eigin vörur í dag í fyrsta skipti. Það eru ilmkerti í steyptum stjökum sem þær gerðu með eigin höndum. Ein stúlknanna er Helga Lena Garðarsdóttir. „Við verðum í Smáralind milli klukkan 11 og 18 í dag ásamt mörgum framhaldsskólanemum sem taka þátt í verkefnum á vegum frumkvöðlasamtakanna Junior Achievements. Svo verða aðrir á morgun,“ segir Helga Lena og lýsir ferlinu sem þær stöllur hafa farið í gegnum sem hún segir hafa verið lærdómsríkt. „Við erum í frumkvöðlaáfanga í Versló og þar stofnuðum við fyrirtækið Rökkva Reykjavík. Það er dálítið ferli, byrjuðum á að greiða stofnunargjald, stofna reikning, skrá fyrirtækið og finna nafn sem ekki var frátekið. Leituðum að sterku kvenmannsnafni og Rökkva varð fyrir valinu því við erum með ilmkerti sem henta vel þegar fer að rökkva. Svo er svo íslenskt að vera með ö í nafninu.“ Helga Lena segir sérstöðu framleiðslunnar vera þá að ílátin undir kertin séu úr steinsteypu. „Við höfum ekki séð svoleiðis á markaðinum áður. Við steyptum stjakana sjálfar úr steypu frá BM Vallá, og það tók alveg á.“ Hún segir þær hafa verið svo heppnar að ein úr hópnum búi í hálfbyggðu húsi í Úlfarsárdal og þar hafi þær getað verið með steypuna. „Svo fórum við með stjakana í bílskúr heima hjá annarri. Þar bræddum við vaxið og helltum því í, mamma einnar í hópnum seldi okkur efni í það, hún flytur það inn og er með kertanámskeið. Þetta var heilmikið stúss.“ Þá var eftir að finna umbúðirnar. „Við fórum í fyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Spírall og þar voru til pappakassar sem fyrir tilviljun pössuðu utan um kertin. Síðan hönnuðum við lógó, létum prenta þau á límmiða sem við límdum á kassana. Þetta eru innikerti, útlitið er vissulega dálítið hrátt en þannig viljum við hafa þau.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Sex bekkjarsystur úr Versló kynna eigin vörur í dag í fyrsta skipti. Það eru ilmkerti í steyptum stjökum sem þær gerðu með eigin höndum. Ein stúlknanna er Helga Lena Garðarsdóttir. „Við verðum í Smáralind milli klukkan 11 og 18 í dag ásamt mörgum framhaldsskólanemum sem taka þátt í verkefnum á vegum frumkvöðlasamtakanna Junior Achievements. Svo verða aðrir á morgun,“ segir Helga Lena og lýsir ferlinu sem þær stöllur hafa farið í gegnum sem hún segir hafa verið lærdómsríkt. „Við erum í frumkvöðlaáfanga í Versló og þar stofnuðum við fyrirtækið Rökkva Reykjavík. Það er dálítið ferli, byrjuðum á að greiða stofnunargjald, stofna reikning, skrá fyrirtækið og finna nafn sem ekki var frátekið. Leituðum að sterku kvenmannsnafni og Rökkva varð fyrir valinu því við erum með ilmkerti sem henta vel þegar fer að rökkva. Svo er svo íslenskt að vera með ö í nafninu.“ Helga Lena segir sérstöðu framleiðslunnar vera þá að ílátin undir kertin séu úr steinsteypu. „Við höfum ekki séð svoleiðis á markaðinum áður. Við steyptum stjakana sjálfar úr steypu frá BM Vallá, og það tók alveg á.“ Hún segir þær hafa verið svo heppnar að ein úr hópnum búi í hálfbyggðu húsi í Úlfarsárdal og þar hafi þær getað verið með steypuna. „Svo fórum við með stjakana í bílskúr heima hjá annarri. Þar bræddum við vaxið og helltum því í, mamma einnar í hópnum seldi okkur efni í það, hún flytur það inn og er með kertanámskeið. Þetta var heilmikið stúss.“ Þá var eftir að finna umbúðirnar. „Við fórum í fyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Spírall og þar voru til pappakassar sem fyrir tilviljun pössuðu utan um kertin. Síðan hönnuðum við lógó, létum prenta þau á límmiða sem við límdum á kassana. Þetta eru innikerti, útlitið er vissulega dálítið hrátt en þannig viljum við hafa þau.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira