Með tvöfalt meira fylgi en næsti flokkur á eftir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. apríl 2018 09:00 Viktor Orbán er vinsæll í Ungverjalandi. Flokkur hans, Fidesz, mælist með langmest fylgi. Nordicphotos/AFP Ungverjar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa nýtt þing. Verða það áttundu kosningarnar þar í landi frá því valdatíð kommúnistaleiðtogans János Kádár leið undir lok og jafnframt þær áttundu þar sem Viktor Orbán forsætisráðherra leiðir flokk sinn, Fidesz. Ef marka má skoðanakannanir stefnir í að Fidesz fái nú flesta menn kjörna í fimmta sinn. Staða Fidesz er sterk. Flokkurinn býður nú fram með Kristilegum demókrötum eftir að hafa verið með þeim í ríkisstjórn á kjörtímabilinu. Framboðið mælist með 45 prósenta fylgi í nýrri könnun Publicus og er því með meira en tvöfalt fylgi næststærsta flokksins, Jobbik, sem mælist í 20 prósentum. Kosningabarátta Fidesz hefur að miklu leyti snúist um útlendinga. Þá einna helst flóttafólk. Rímar það vel við verk Orbáns á forsætisráðherrastóli enda hefur flokkurinn endurtekið sett sig upp á móti öðrum ríkjum Evrópusambandsins þegar kemur að móttöku flóttafólks. Í stefnuræðu Orbáns í febrúar fólst kjarninn í málstað Fidesz. Varaði hann við því að óveðursský hrönnuðust nú upp yfir Evrópu. Einungis Fidesz gæti varið álfuna fyrir íslamsvæðingu. „Við teljum að kristnin sé síðasta von Evrópu. Ef hundruðum milljóna ungmenna er leyft að flytja hingað norður á bóginn mun þrýstingurinn á Evrópu margfaldast. Ef þessi þróun heldur áfram munu múslimar vera í meirihluta í stórborgum Evrópu.“ Sterk staða Orbáns þykir áhyggjuefni fyrir valdamenn í vestri, að því er skýrandi Washington Post hélt fram á dögunum. Sagði skýrandinn Orbán lýðskrumara, harðasta andstæðing flóttamanna, meistara hræðsluáróðurs og alvarlegri ógn við Evrópusambandið en útganga Bretlands. Undir hans stjórn hafi heilsu lýðræðisins í Ungverjalandi hrakað, þótt lýðræðið þar sé þó enn líkara því sem þekkist í vestri en til dæmis í Rússlandi. Afar líklegt er að Fidesz og Kristilegir demókratar haldi meirihluta sínum á þinginu. Þá sérstaklega í ljósi stjórnarskrárbreytinga og breytinga á kosningalögunum sem Orbán-stjórnin gerði snemma á áratugnum og hafa reynst flokknum vel og skilað fleiri þingmönnum en hann fengi ef einungis væri horft til fjölda atkvæða. Fleiri eru þó í framboði. Gábor Vona leiðir Jobbik og er spáð 20 prósenta fylgi. Flokkurinn hefur fjarlægst öfgaþjóðernishyggjuna sem einkenndi hann áður og leitað inn á miðjuna í ljósi sívaxandi þjóðernishyggju innan Fidesz. Þá býður Sósíalistaflokkur Kádárs fram með Gergely Karácsony í brúnni og í slagtogi við smáflokkinn Samræður fyrir Ungverjaland. Mælist það framboð með um nítján prósenta fylgi. Eina konan sem leiðir flokk sem líklegt er að komist á þing er Bernadett Szél. Hún leiðir frjálslynda græningjaflokkinn Öðruvísi stjórnmál og mælist framboðið með 7 prósenta fylgi. Birtist í Fréttablaðinu Ungverjaland Tengdar fréttir Ungverjar ákveða kjördag Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið. 11. janúar 2018 11:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Ungverjar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa nýtt þing. Verða það áttundu kosningarnar þar í landi frá því valdatíð kommúnistaleiðtogans János Kádár leið undir lok og jafnframt þær áttundu þar sem Viktor Orbán forsætisráðherra leiðir flokk sinn, Fidesz. Ef marka má skoðanakannanir stefnir í að Fidesz fái nú flesta menn kjörna í fimmta sinn. Staða Fidesz er sterk. Flokkurinn býður nú fram með Kristilegum demókrötum eftir að hafa verið með þeim í ríkisstjórn á kjörtímabilinu. Framboðið mælist með 45 prósenta fylgi í nýrri könnun Publicus og er því með meira en tvöfalt fylgi næststærsta flokksins, Jobbik, sem mælist í 20 prósentum. Kosningabarátta Fidesz hefur að miklu leyti snúist um útlendinga. Þá einna helst flóttafólk. Rímar það vel við verk Orbáns á forsætisráðherrastóli enda hefur flokkurinn endurtekið sett sig upp á móti öðrum ríkjum Evrópusambandsins þegar kemur að móttöku flóttafólks. Í stefnuræðu Orbáns í febrúar fólst kjarninn í málstað Fidesz. Varaði hann við því að óveðursský hrönnuðust nú upp yfir Evrópu. Einungis Fidesz gæti varið álfuna fyrir íslamsvæðingu. „Við teljum að kristnin sé síðasta von Evrópu. Ef hundruðum milljóna ungmenna er leyft að flytja hingað norður á bóginn mun þrýstingurinn á Evrópu margfaldast. Ef þessi þróun heldur áfram munu múslimar vera í meirihluta í stórborgum Evrópu.“ Sterk staða Orbáns þykir áhyggjuefni fyrir valdamenn í vestri, að því er skýrandi Washington Post hélt fram á dögunum. Sagði skýrandinn Orbán lýðskrumara, harðasta andstæðing flóttamanna, meistara hræðsluáróðurs og alvarlegri ógn við Evrópusambandið en útganga Bretlands. Undir hans stjórn hafi heilsu lýðræðisins í Ungverjalandi hrakað, þótt lýðræðið þar sé þó enn líkara því sem þekkist í vestri en til dæmis í Rússlandi. Afar líklegt er að Fidesz og Kristilegir demókratar haldi meirihluta sínum á þinginu. Þá sérstaklega í ljósi stjórnarskrárbreytinga og breytinga á kosningalögunum sem Orbán-stjórnin gerði snemma á áratugnum og hafa reynst flokknum vel og skilað fleiri þingmönnum en hann fengi ef einungis væri horft til fjölda atkvæða. Fleiri eru þó í framboði. Gábor Vona leiðir Jobbik og er spáð 20 prósenta fylgi. Flokkurinn hefur fjarlægst öfgaþjóðernishyggjuna sem einkenndi hann áður og leitað inn á miðjuna í ljósi sívaxandi þjóðernishyggju innan Fidesz. Þá býður Sósíalistaflokkur Kádárs fram með Gergely Karácsony í brúnni og í slagtogi við smáflokkinn Samræður fyrir Ungverjaland. Mælist það framboð með um nítján prósenta fylgi. Eina konan sem leiðir flokk sem líklegt er að komist á þing er Bernadett Szél. Hún leiðir frjálslynda græningjaflokkinn Öðruvísi stjórnmál og mælist framboðið með 7 prósenta fylgi.
Birtist í Fréttablaðinu Ungverjaland Tengdar fréttir Ungverjar ákveða kjördag Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið. 11. janúar 2018 11:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Ungverjar ákveða kjördag Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra muni bera sigur úr býtum og sitja áfram þriðja kjörtímabilið. 11. janúar 2018 11:20