Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars 7. apríl 2018 09:30 Gengið hefur á ýmsu í herbúðum Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði á kjörtímabilinu sem er að líða. Fréttablaðið/Valli Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Það er ekki til þess að auka veg og virðingu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ef bæjarfulltrúar eru í raun að hagræða lögheimilisskráningu sinni til að geta setið í bæjarstjórn,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sitjandi forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Kjörgengi Einars Birkis Einarssonar í bæjarstjórn verður tekið fyrir í forsetanefnd bæjarins á mánudaginn, en hann mun hafa flutt í Kópavog á miðju kjörtímabilinu en hafa lögheimili skráð hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Ef þetta er rétt, að bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sé sannarlega með búsetu í öðru sveitarfélagi, þá þarf bara að ræða það finnst mér,“ segir Margrét og bætir við: „Það er lögfræðingur sem vinnur með forsetanefndinni og ég vil bara fá það upp á yfirborðið hver staðan er og hvort þetta er eðlilegt.“ Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna er kjörgengi meðal annars háð skilyrði um lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Margrét segist munu ræða við Einar Birki um helgina til að heyra hans sjónarmið í málinu. Ekki náðist í Einar við vinnslu fréttarinnar.Hafnarfjörður Hafnarfjarðarkirkja kirkjaEinar er annar tveggja fyrrverandi bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði en þau Einar og Guðlaug Kristinsdóttir sögðu sig úr Bjartri framtíð á dögunum en hyggjast halda áfram í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum út kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug hefur verið í leyfi að undanförnu og hefur varamaður hennar, Borghildur Sturludóttir, tekið sæti í bæjarstjórn í fjarveru hennar en mjög stirt mun vera milli þeirra. Fyrir liggur að samlyndi innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hefur hangið á bláþræði um töluverða hríð. Nú er svo komið að alger klofningur er milli bæjarfulltrúanna tveggja annars vegar og þeirra fulltrúa sem Björt framtíð á í nefndum og ráðum bæjarins hins vegar og fari svo að Einar Birkir þurfi að láta af starfi sem bæjarfulltrúi vegna breyttrar búsetu, er ljóst að meirihlutinn stendur það tæpast af sér. Haldi meirihlutinn stöðu sinni geta fulltrúar Bjartrar framtíðar í nefndum og ráðum hins vegar búist við því að þurfa að taka pokann sinn enda sitja þau í skjóli bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og hinna tveggja óháðu fyrrverandi fulltrúa Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum blaðsins gæti tíðinda verið að vænta af örlögum þeirra á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Það er ekki til þess að auka veg og virðingu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ef bæjarfulltrúar eru í raun að hagræða lögheimilisskráningu sinni til að geta setið í bæjarstjórn,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, sitjandi forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Kjörgengi Einars Birkis Einarssonar í bæjarstjórn verður tekið fyrir í forsetanefnd bæjarins á mánudaginn, en hann mun hafa flutt í Kópavog á miðju kjörtímabilinu en hafa lögheimili skráð hjá ættingjum í Hafnarfirði. „Ef þetta er rétt, að bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sé sannarlega með búsetu í öðru sveitarfélagi, þá þarf bara að ræða það finnst mér,“ segir Margrét og bætir við: „Það er lögfræðingur sem vinnur með forsetanefndinni og ég vil bara fá það upp á yfirborðið hver staðan er og hvort þetta er eðlilegt.“ Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna er kjörgengi meðal annars háð skilyrði um lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Margrét segist munu ræða við Einar Birki um helgina til að heyra hans sjónarmið í málinu. Ekki náðist í Einar við vinnslu fréttarinnar.Hafnarfjörður Hafnarfjarðarkirkja kirkjaEinar er annar tveggja fyrrverandi bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði en þau Einar og Guðlaug Kristinsdóttir sögðu sig úr Bjartri framtíð á dögunum en hyggjast halda áfram í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum út kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug hefur verið í leyfi að undanförnu og hefur varamaður hennar, Borghildur Sturludóttir, tekið sæti í bæjarstjórn í fjarveru hennar en mjög stirt mun vera milli þeirra. Fyrir liggur að samlyndi innan Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hefur hangið á bláþræði um töluverða hríð. Nú er svo komið að alger klofningur er milli bæjarfulltrúanna tveggja annars vegar og þeirra fulltrúa sem Björt framtíð á í nefndum og ráðum bæjarins hins vegar og fari svo að Einar Birkir þurfi að láta af starfi sem bæjarfulltrúi vegna breyttrar búsetu, er ljóst að meirihlutinn stendur það tæpast af sér. Haldi meirihlutinn stöðu sinni geta fulltrúar Bjartrar framtíðar í nefndum og ráðum hins vegar búist við því að þurfa að taka pokann sinn enda sitja þau í skjóli bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og hinna tveggja óháðu fyrrverandi fulltrúa Bjartrar framtíðar. Samkvæmt heimildum blaðsins gæti tíðinda verið að vænta af örlögum þeirra á fundi bæjarstjórnar í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira