Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 12:30 Aðgerðirnar tóku á mannskapinn að sögn slökkviliðsstjóra Vísir/eyþór Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58