Fékk sex leitarbeiðnir vegna týndra barna á innan við sólarhring Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. apríl 2018 14:16 Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Andri Marinó Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að leita aðtæplega 90 týndum börnum á þessu ári. Helgin hefur verið sérlega annasöm en hann fékk leitarbeiðni um sex týnd börn á aldrinum 14-18 ára. Hann telur að stjórnvöld þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Frá föstudagskvöldi og fram undir morgun á laugardagsmorgun fengum við sex leitarbeiðnir. Við fundum einn strax að mig minnir, á föstudagskvöldinu. Á laugardagsmorguninn næ ég sambandi við einn af einstaklingunum sem að svo skilar sér heim. Síðan finnast tvær unglingsstúlkur eftir hádegi, þær fara á neyðarvistun.“ Í gær auglýsti lögregla svo á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir ungum strák og svo ungri stúlku um kvöldið. „Strákurinn sem við auglýstum eftir hann fannst, það voru aðilar sem eru í kringum hann sem fundu hann. Síðan í gærkvöldi þurftum við að auglýsa eftir stúlku sem við fundum svo um tíuleytið í gærkvöldi.“En hvar eru þessir krakkar að finnast?„Þau eru í raun og veru alls staðar. Einn á hlaupum á víðavangi, annar fyrir utan verslunarmiðstöð, þrír inni á heimilum.“Félags-og jafnréttisráðherra ætlar að grípa til bráðaaðgerða vegna mikils fíknivanda hjá hópi ungmenna.VísirRíkið þarf að „bæta í“ Guðmundur telur að hann hafi leitað 83 eða 84 týndra barna á þessu ári. Unglingum sem leita meðferðar hjá Barnaverndarstofu og hafa notað sprautur og lyfseðilsskyld lyf til vímuefnaneyslu hefur fjölgað á undanförnum árum. Þá sýna tölur SÁÁ að fleiri ungmenni leita til samtakanna vegna fíknivanda en áður. Vísa hefur þurft um tuttugu börnum frá Stuðlumá þessu ári vegna plássleysis. Í liðinni viku þurfti að vista 14 og 15 ára stúlkur í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti aðgerðir vegna ungmenna í fíknivanda á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og en hann segir óábyrgt samfélag sem bregðist ekki við svona þróun. Guðmundur aðalvarðstjóri telur að það þurfi að bæta enn frekar í þennan málaflokk. „Mér líst svosem vel á það. Ég held að þarna verði fljótt reyndar full nýting á þessu úrræði og það vantar meira til. Þetta snýst alltaf um það. Það vantar fleiri peninga í svo mörg kerfi og þetta er eitt af þeim og ég er nokkuð viss um að ríkið þurfi að bæta aðeins í.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48 Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Um það bil tuttugu börnum hefur verið vísað frá neyðarvistun vegna fíknivanda á þessu ári vegna plássleysis. Forstöðumaður Stuðla segir fíkniefnavanda ungmenna vera talsvert alvarlegri en áður og fagnar því nýju vistheimili fyrir ungmenni sem ítrekað hafa farið í meðferð án árangurs. 6. apríl 2018 18:48
Bráðaaðgerðir vegna fíknivanda hjá hópi ungmenna Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar leitarbeiðnir vegna barna í vímuvanda og síðasta mánuð. Félagsmálaráðherra ætlar þegar að ráðast í aðgerðir til að bregðast við þeim bráðavanda sem blasir við. 7. apríl 2018 12:12
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“