Innlent

Framboðslisti Eyjalistans samþykktur

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Eyjalistinn fékk 599 atkvæði eða tæp 27 prósent atkvæða í kosningunum árið 2014.
Eyjalistinn fékk 599 atkvæði eða tæp 27 prósent atkvæða í kosningunum árið 2014. Vísir/Pjetur
Eyjalistinn, félag sem byggt er á félagshyggju, jafnarstefnu og samvinnu, býður fram lista við bæjarstjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum sem fram eiga að fara hinn 26. maí næst komandi undir listabókstafnum E. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

„Listinn er skipaður breiðum hópi frambjóðenda með margs konar reynslu og menntun. Frambjóðendurnir eiga það allir sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á hagsmunamálum Vestmannaeyja og að vinna ötullega að því að efla og styrkja bæjarfélagið. Eyjalistinn hefur nú á að skipa nýju fólki í forystusveitinni en um leið mun listinn njóta reynslu þeirra sem áður hafa unnið ötullega að bæjarmálum,“ segir í tilkynningunni.

Njáll Ragnarsson, sérfræðingur á Fiskistofu leiðir listann, Helga Jóhanna Harðardóttir grunnskólakennari skipar annað sætið og Stefán Óskar Jónasson verkstjóri það þriðja.

Eyjalistinn fékk 599 atkvæði eða tæp 27 prósent atkvæða í kosningunum árið 2014 og tvo menn kjörna.

Eyjalistinn er þannig skipaður:

1. Njáll Ragnarsson, sérfræðingur á Fiskistofu

2. Helga Jóhanna Harðardóttir, grunnskólakennari

3. Stefán Óskar Jónasson, verkstjóri

4. Arna Huld Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur

5. Nataliya Ginzhul

6. Guðjón Örn Sigtryggsson, bílstjóri

7. Lára Skæringsdóttir, grunnskólakennari

8. Haraldur Bergvinsson

9. Anton Eggertsson

10. Hafdís Ástþórsdóttir

11. Jónatan Guðni Jónsson, grunnskólakennari

12. Drífa Þöll Arnardóttir, bókavörður

13. Guðlaugur Friðþórsson

14. Sólveig Adólfsdóttir, húsmóðir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×