Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Vísir/GVA „Þetta er skelfilegt mál,“ segir Sigurður Jónsson varaformaður Landssambands eldri borgara (LEB). Eldri borgari, sem nýlega missti eiginkonu sína, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan ellilífeyri eiginkonu sinnar. Fjármagnstekjur hjónanna reyndust hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir vegna flutninga sem ráðist var í vegna veikinda konunnar. Kona mannsins hafði greinst með ólæknandi krabbamein sem hafði áhrif á hreyfigetu konunnar. Mat sérfræðinga og umönnunaraðila var að húsnæði hjónanna hentaði heilsu hennar illa. Því afréðu þau að selja eign sína og flytja í raðhús. Árið 2016 lést konan af veikindum sínum og hentaði húsið manninum illa. Ákvað hann að selja raðhúsið og kaupa sér annað. Það hafði í för með sér að fjármagnstekjur hjónanna breyttust frá upphaflegri áætlun og konan fékk of háar bætur greiddar síðustu ævidagana. Maðurinn kærði afstöðu TR til úrskurðarnefndar í velferðarmálum (ÚRV). „Þrátt fyrir að um ófyrirséða atburði hafi verið að ræða þá telur [ÚRV] að slíkt geti ekki leitt til þess að vikið verði frá skýrum ákvæðum laga […] um almannatryggingar,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Sigurður segir að LEB fái reglulega inn á borð til sín mál áþekk þessu. Þar hafi fólk ákveðið að minnka við sig eða mögulega selt sumarbústað, sem hafi yfirleitt tekið stóran hluta ævinnar „að aura saman fyrir“, og lendi þá í því að þurfa að endurgreiða lífeyrinn vegna þess. „Með nýju lögunum batnaði hagur þeirra sem búa einir en hagur hjóna versnaði sumpart. Stjórnvöld þurfa að taka á þessu. Þetta er ekki réttlátt,“ segir Sigurður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
„Þetta er skelfilegt mál,“ segir Sigurður Jónsson varaformaður Landssambands eldri borgara (LEB). Eldri borgari, sem nýlega missti eiginkonu sína, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun ríkisins (TR) ofgreiddan ellilífeyri eiginkonu sinnar. Fjármagnstekjur hjónanna reyndust hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir vegna flutninga sem ráðist var í vegna veikinda konunnar. Kona mannsins hafði greinst með ólæknandi krabbamein sem hafði áhrif á hreyfigetu konunnar. Mat sérfræðinga og umönnunaraðila var að húsnæði hjónanna hentaði heilsu hennar illa. Því afréðu þau að selja eign sína og flytja í raðhús. Árið 2016 lést konan af veikindum sínum og hentaði húsið manninum illa. Ákvað hann að selja raðhúsið og kaupa sér annað. Það hafði í för með sér að fjármagnstekjur hjónanna breyttust frá upphaflegri áætlun og konan fékk of háar bætur greiddar síðustu ævidagana. Maðurinn kærði afstöðu TR til úrskurðarnefndar í velferðarmálum (ÚRV). „Þrátt fyrir að um ófyrirséða atburði hafi verið að ræða þá telur [ÚRV] að slíkt geti ekki leitt til þess að vikið verði frá skýrum ákvæðum laga […] um almannatryggingar,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Sigurður segir að LEB fái reglulega inn á borð til sín mál áþekk þessu. Þar hafi fólk ákveðið að minnka við sig eða mögulega selt sumarbústað, sem hafi yfirleitt tekið stóran hluta ævinnar „að aura saman fyrir“, og lendi þá í því að þurfa að endurgreiða lífeyrinn vegna þess. „Með nýju lögunum batnaði hagur þeirra sem búa einir en hagur hjóna versnaði sumpart. Stjórnvöld þurfa að taka á þessu. Þetta er ekki réttlátt,“ segir Sigurður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira