Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2018 08:16 Assad-liðar nærri Douma. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Rússlands segja að Ísraelar hafi gert loftárás á stjórnarher Sýrlands í nótt. Fjórtán eru sagðir hafa fallið í árásinni og þar á meðal Íranar. Rússar segja að átta flugskeytum hafi verið skotið frá tveimur ísraelskum F-15 orrustuþotum úr lofthelgi Líbanon. Þá eiga fimm af flugskeytunum að hafa verið skotin niður af loftvörnum stjórnarhers Sýrlands. Ísraelski herinn neitar að tjá sig um árásirnar og ásakanir Rússa, samkvæmt frétt Times of Israel. Árásin var gerð á Tiyas flugstöðina, sem er skammt frá Palmyra í Sýrlandi. Vitað er til þess að Ísrael hafi einnig gert árás á sömu herstöð þann 10. febrúar. Þá sögðu þeir íranskan útsendara hafa flogið dróna frá flugvellinum inn fyrir lofthelgi Ísrael. Fyrrverandi ísraelskur hersöfðingi sagði í útvarpsviðtali í nótt að herinn hefði lagt niður rauðar línur. Þeir myndu ekki leyfa flutning vopna frá Sýrlands til Líbanon og að þeir myndu ekki leyfa Íran að koma upp herstöð í Sýrlandi.Ætla að staðfesta hver ber ábyrgð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddu saman í síma í nótt þar sem þeir deildu upplýsingum um meinta notkun efnavopna í Douma í Sýrlandi. Forsetarnir voru sammála um að efnavopnum hefðu verið beytt og hétu þeir því að vinna saman og staðfesta hver bæri ábyrgð á notkun þeirra. Báðir leiðtogarnir fordæmdu efnavopnaárásir í Sýrlandi og sögðu að draga yrði ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, til ábyrgðar fyrir ítrekuð mannréttindabrot. Á vef France24 segir að forsetarnir ætli sér að ræða saman aftur á næstu tveimur sólarhringum og að ríkin muni deila upplýsingum um árásina. Stjórnarher Assad hefur verið sakaður um árásina þar sem tugir eru sagðir hafa látið lífið. Ríkisstjórn hans og Rússar, hans helstu bandamenn, segja enga efnavopnaárás hafa verið gerða.Sleppa gíslum úr Douma Stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra hafa setið um bæinn Douma í Austur-Ghouta, um langt skeið. Uppreisnarhópurinn Jaish al-Islam hefur haldið bænum og er hann sá síðasti í héraði sem ekki er í höndum Assad-liða. Viðræður höfðu staðið yfir og var samið um tíu daga vopnahlé í síðustu viku. Það féll þó niður um helgina, eftir að meðlimir Jaish al-Islam neituðu að yfirgefa bæinn og hófust loftárásir aftur á föstudaginn. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir nú að uppreisnarmennirnir hafi sleppt tugum gísla úr haldi. Þeir hafi verið í haldi uppreisnarmanna frá 2013 og að þeim hafi verið sleppt vegna nýs samkomulags um að Jaish al-Islam myndi yfirgefa Douma.Myndband af flugskeytunum yfir Homs í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23 Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Frans páfi fordæmir efnavopnaárás í Sýrlandi Frans páfi hvetur ráðamenn til að beita fyrir sig friðsamlegum samningaviðræðum. 8. apríl 2018 11:23
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15
Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. 9. apríl 2018 05:26