Vona að ferðalög erlendis dragi athygli Trump frá Comey Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 12:00 Comey hefur meðal annars borið um að Trump hafi beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans, falla niður í fyrra. Vísir/AFP Ný bók frá James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, er líkleg til tröllríða fjölmiðlum í næstu viku. Þrátt fyrir það er Hvíta húsið ekki sagt hafa neina áætlun um hvernig það ætli að bregðast við fullyrðingum Comey. Helst vona aðstoðarmenn Trump forseta að ferðalög hans erlendis muni draga athygli hans frá umfjölluninni. Bókar Comey er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Trump rak Comey í maí í fyrra og sagði að það hefði verið vegna rannsóknar FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa. Comey hefur sagt þingnefnd að hann hafi talið forsetann reyna að fá sig til að fella niður rannsókn á bandamönnum sínum og krafið hann um hollustu sína. Brottrekstur Comey varð til þess að Robert Mueller var falið að stýra rannsókninni sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið hafi gert lítið til að undirbúa viðbrögð við bókinni vegna þess að það væri á endanum tilgangslaus æfing. Trump gæti hvenær sem er hent öllum undirbúnum yfirlýsingum út um gluggann með enn einum tíststorminum. Þess í stað voni aðstoðarmenn forsetans að ferðalög hans til Suður-Ameríku og fundur með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á Flórída í næstu viku dreifi athygli hans.Kallaði Comey „geðsjúkling“ við rússneska erindreka Bók Comey nefnist „Æðri hollusta: Sannleikurinn, lygar og forysta“ [e. A Higher Loyalty: Truth, Lies and Leadership]. Þrátt fyrir að hún komi ekki út fyrr en í næstu viku er hún nú þegar nærri toppi metsölulista á Amazon-verslunarvefnum. Í kjölfar útgáfunnar fer Comey í kynningaferð í fjölmiðlum, meðal annars í fjölda sjónvarpsviðtala. Fyrir utan framburð hans fyrir þingnefnd í fyrra hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig um það sem gekk á eftir að Trump tók við sem forseti og þangað til hann rak Comey í fyrra. Trump kallaði Comey meðal annars „geðsjúkling“ þegar hann tók á móti utanríkisráðherra og sendirherra Rússa daginn eftir að hann sparkaði honum úr embætti. Brottreksturinn hafi jafnframt létt miklum þrýstingi af honum vegna Rússarannsóknarinnar. Síðar virtist Trump hóta Comey með upptökum af samtölum þeirra. Þegar Comey var spurður út í upptökur sagði hann eftirminnilega: „Drottinn minn, ég vona að það séu til upptökur“. Hvíta húsið varð síðar að viðurkenna að upptökur hafi aldrei verið gerðar af samtölum Trump og Comey.Fréttin hefur verið uppfærð. Shinzo Abe var upphaflega ranglega sagður forseti Japans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Ný bók frá James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, er líkleg til tröllríða fjölmiðlum í næstu viku. Þrátt fyrir það er Hvíta húsið ekki sagt hafa neina áætlun um hvernig það ætli að bregðast við fullyrðingum Comey. Helst vona aðstoðarmenn Trump forseta að ferðalög hans erlendis muni draga athygli hans frá umfjölluninni. Bókar Comey er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Trump rak Comey í maí í fyrra og sagði að það hefði verið vegna rannsóknar FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við Rússa. Comey hefur sagt þingnefnd að hann hafi talið forsetann reyna að fá sig til að fella niður rannsókn á bandamönnum sínum og krafið hann um hollustu sína. Brottrekstur Comey varð til þess að Robert Mueller var falið að stýra rannsókninni sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Bandaríska blaðið Politico segir að Hvíta húsið hafi gert lítið til að undirbúa viðbrögð við bókinni vegna þess að það væri á endanum tilgangslaus æfing. Trump gæti hvenær sem er hent öllum undirbúnum yfirlýsingum út um gluggann með enn einum tíststorminum. Þess í stað voni aðstoðarmenn forsetans að ferðalög hans til Suður-Ameríku og fundur með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á Flórída í næstu viku dreifi athygli hans.Kallaði Comey „geðsjúkling“ við rússneska erindreka Bók Comey nefnist „Æðri hollusta: Sannleikurinn, lygar og forysta“ [e. A Higher Loyalty: Truth, Lies and Leadership]. Þrátt fyrir að hún komi ekki út fyrr en í næstu viku er hún nú þegar nærri toppi metsölulista á Amazon-verslunarvefnum. Í kjölfar útgáfunnar fer Comey í kynningaferð í fjölmiðlum, meðal annars í fjölda sjónvarpsviðtala. Fyrir utan framburð hans fyrir þingnefnd í fyrra hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig um það sem gekk á eftir að Trump tók við sem forseti og þangað til hann rak Comey í fyrra. Trump kallaði Comey meðal annars „geðsjúkling“ þegar hann tók á móti utanríkisráðherra og sendirherra Rússa daginn eftir að hann sparkaði honum úr embætti. Brottreksturinn hafi jafnframt létt miklum þrýstingi af honum vegna Rússarannsóknarinnar. Síðar virtist Trump hóta Comey með upptökum af samtölum þeirra. Þegar Comey var spurður út í upptökur sagði hann eftirminnilega: „Drottinn minn, ég vona að það séu til upptökur“. Hvíta húsið varð síðar að viðurkenna að upptökur hafi aldrei verið gerðar af samtölum Trump og Comey.Fréttin hefur verið uppfærð. Shinzo Abe var upphaflega ranglega sagður forseti Japans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59
Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent