Lífið

Aron, Johan og Bjarki unnu AK Extreme

Stefán Árni Pálsson skrifar
Johan Duus Terkelsen, Aron Snorri og Bjarki Sigurðsson sigruðu gámastökkið á AK Extreme.
Johan Duus Terkelsen, Aron Snorri og Bjarki Sigurðsson sigruðu gámastökkið á AK Extreme.
Snjóbretta og tónlistarhátíðarinnar AK Extreme fór fram á Akureyri um helgina og var hápunktur helgarinnar, Eimskips gámastökkið, í beinni útendingu á Vísi.

Gámastökkið fór fram í Gilinu á Akureyri og stóðu þrír kappar uppi sem sigurvegarar.

Á snjóbretti var það Aron Snorri sem fór með sigur af hólmi og þótti hann standa sig mjög vel. Skíðastökkmaðurinn Johan Duus Terkelsen vann skíðastökkskeppnina og það var síðan Bjarki Sigurðsson sem var bestur í stökki á snjósleða.

Hér að neðan má sjá myndir frá laugardagskvöldinu og neðst í fréttinni má horfa á útsendinguna frá því á laugardaginn.

Risa stökkpallur er settur upp fyrir Gámastökkið.
Mætingin var frábær í Gilinu.
Keppnin þótti heppnast frábærlega.

Tengdar fréttir

Gámastökk AK Extreme í beinni

Hápunktur snjóbretta, og tónlistarhátíðarinnar AK Extreme, Eimskips gámastökkið, fer fram klukkan níu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×