Gámastökkið fór fram í Gilinu á Akureyri og stóðu þrír kappar uppi sem sigurvegarar.
Á snjóbretti var það Aron Snorri sem fór með sigur af hólmi og þótti hann standa sig mjög vel. Skíðastökkmaðurinn Johan Duus Terkelsen vann skíðastökkskeppnina og það var síðan Bjarki Sigurðsson sem var bestur í stökki á snjósleða.
Hér að neðan má sjá myndir frá laugardagskvöldinu og neðst í fréttinni má horfa á útsendinguna frá því á laugardaginn.


