Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2018 20:00 Trump fordæmdi efnavopnaárásina í Sýrlandi í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. John Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi sést sitja fyrir aftan forsetann. Vísir/EPA „Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira
„Mig langar til að byrja á því að fordæma þessa ógeðfelldu árás á saklausa Sýrlendinga með ólöglegum efnavopnum,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti í upphafi ríkisstjórnarfundar í dag. Fyrir aftan Trump sat nýr þjóðaröryggisráðgjafi hans, hinn herskái John Bolton, en talið er að ráðgjöf hans muni hafa mikil áhrif á viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni. Forsetinn hét því að ákvörðun yrði tekin innan 24 eða 48 klukkustunda. „Hvort sem sökudólgurinn sé Rússland, Sýrland, Íran eða öll ríkin þrjú þá munum við komast að sannleikanum og að niðurstöðu fljótlega,“ sagði Trump. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá á blaðamannafundi í dag að hann útilokaði ekki árás á Sýrland. Efnavopnaárásin mun hafa verið gerð á bæinn Douma í úthverfi Damaskus með þeim afleiðingum að um 70 manns létust, þar af mörg börn. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir að ísraelskar F-15 orrustuþotur hafi í kjölfarið svarað árásinni. Þær munu hafa flogið í gegn um líbanska lofthelgi og varpað sprengjum á herflugvöllinn Tiyas austan borgarinnar Homs í Sýrlandi. Talið er að nokkrir tugir hafi fallið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar þá í dag vegna árásanna. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sagði að engin sönnunargögn væru til staðar um að efnavopnaárás hefði verið framin í Douma. Fordæmdi hann þá árásina á herflugvöllinn Tiyas og sagði árásina veita vafasamt fordæmi. „Það þarf auðvitað að rannsaka loftárásirnar og þetta er afar vafasöm þróun mála,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Tadsíkistan í morgun. „Ég vona að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra átti sig að minnsta kosti á því.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira