Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Mark Zuckerberg forstjóri og stofnandi Facebook. Vísir/AFP Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira