Segir að bjarga þurfi stórmerkilegri stúku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2018 20:30 Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“ Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15