Körfubolti

Ellefu stig frá Martin í grátlegu tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik með íslenska landsliðinu.
Martin í leik með íslenska landsliðinu. vísir/anton
Martin Hermansson og félagar í Châlons-Reims töpuðu grátlega gegn Nanterre, 73-72, í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sigurkarfan kom nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Dramatíkin var mikil undir lokin. Martin og félagar leiddu 72-70 þegar tíu sekúndur voru eftir en þristur frá Heiko Schaffartzik tryggði gestunum sigurinn níu sekúndum fyrir leikslok. Martin reyndi þrist undir lokin en hann geigaði. Lokatölur 73-72 sigur Nanterre.

Martin skoraði ellefu stig á þeim 38 mínútum sem hann spilaði. Hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók þrjú fráköst en Châlons-Reims er í fimmtánda sætinu. Nanterre er í því fimmta.

Haukur Helgi Pálsson átti fínan leik fyrir Cholet sem tapaði með átján stigum gegn Chalon/Saône, 84-66, í sömu deild í kvöld. Afar slakur þriðji leikhluti gerði útslagið fyrir Hauk og félaga.

 Haukur spilaði hann vel. Hann skoraði fjórtán stig á þeim 26 mínútum sem hann spilaði, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Cholet er með jafn mörg stig og Châlons-Reims en er í fjórtánda sætinu á betri innbyrðis viðureignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×