Saga líkamlegrar vinnu kvenna innblásturinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. mars 2018 06:00 Védís Kjartansdóttir dansari, Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur og Viktoría Blöndal kynningarfulltrúi eru allar óléttar á sama tíma, eins og til að undirstrika kvenleika verksins. Vísir/Ernir Crescendo er nýtt íslenskt dansverk sem verður frumsýnt þann 22. mars í Tjarnarbíói. Það er Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur sem semur verkið en hún hefur meðal annars hlotið Grímuna sem dansari ársins fyrir sólóverkið Shades of History. Dansarar eru Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir. „Ég var innblásin af því að skoða sögu líkamlegrar vinnu kvenna og hvernig þær samstilla sig í vinnu, þannig að dansararnir eru í því að reyna að samstilla sig í ryþma og hreyfingum – meðal annars með því að anda saman og raula eða humma saman, svona eins og fólk gerir við vinnu sína. Fólk hefur oft verið að nota lagstúfa og raul til að létta sér vinnuna eða finna sér takt saman. Það var svolítið það sem við vorum að skoða í þessu verki. Þær dansa allt verkið mjög mikið saman, vefjast saman, vinna saman og eru samtaka. Þetta er mjög krefjandi fyrir þær að þurfa að hlusta svona einbeittar hver á aðra.“Hvers vegna sækir þú innblástur á þennan stað? „Ég hef svolítið verið að skoða og spá í þessari líkamlegu vinnu dansarans. Líka að í umhverfinu okkar í dag er ofboðslega mikið af vinnu sem er ekki lengur líkamleg því að vélarnar og tæknin leysa okkur af. En á sviðinu þarf dansarinn enn þá að púla jafn mikið og fyrir hundrað eða tvö hundruð árum – við komumst ekki frá því nema við ætlum alfarið að hætta að nota dansara. En maður sér þessa líkamlegu vinnu svo skýrt í dansi. Ég hef ekkert verið að fela það sérstaklega mikið – að láta þetta líta út eins og það sé áreynslulaust eða auðvelt. Þú sérð þær færa sig hægt og rólega úr einni hreyfingu í aðra og þá sérðu svolítið vinnuna bak við það – þær þurfa að vera með rosalega flóknar talningar, þær dansa allan tímann – mér finnst svolítið gaman að láta reyna svolítið á dansarann í verkunum sem ég geri.“Þannig að þetta er gríðarlega erfitt verk fyrir dansarana? „Þetta er krefjandi fyrir dansarann. Og nákvæmnin líka, hún er sérstaklega krefjandi. Þetta hefur verið svolítil þolinmæðisvinna. Þú ert að læra flókna uppbyggingu, þetta er rosa vandvirkni. Ef þú hugsar um vinnu kvenna þá er þetta pínu eins og að prjóna eða sauma – svolítið eins og handverk í rauninni. Þær eru svolítið að vinna með handverk á hreyfingu – þær eru að gera eitthvað sem er í smáatriðum og nákvæmni eins og konur unnu við hér áður fyrr. Það er svolítil handavinna í þessu dansverki,“ svarar Katrín. Verkið krefst mikillar samstillingar. Og samstillingin er slík að sjálfur danshöfundurinn, einn dansaranna, Védís Kjartansdóttir, og að auki kynningarfulltrúi sýningarinnar, Viktoría Blöndal, eru allar saman óléttar á sama tíma. „Þetta var nú bara mjög skemmtileg tilviljun og bara fallegur hluti af ferlinu hjá okkur. En mér finnst mjög gaman að þetta er auðvitað mjög kvenlegt í takt við innihald verksins. Það er líka frábært að einn dansaranna sé ófrískur og að sýna.“„Þetta undirstrikar þessa fallegu samveru þarna – það verða fjórir líkamar á sviðinu í rauninni en ekki þrír.“ „Mér finnst ofboðslega mikilvægt að ef heilsan leyfir geti dansarar unnið sína vinnu þrátt fyrir þetta – til dæmis hefur maður séð í tengslum við þessa #metoo byltingu að konur hafa verið vinsamlegast beðnar um það að verða ekki óléttar í leikhúsi.“ „Mér finnst líka mjög mikilvægt að taka bara nauðsynlegt tillit til þess sem þarf. Svo er hún bara svo ótrúlegur dansari, hún Védís, að við höfum í rauninni þurft að aðlaga lítið. Verkið verður reyndar aðeins skemur í sýningu fyrir vikið, bara örfáar sýningar. Svo förum til útlanda með þetta eftir að allir eru búnir að taka sitt fæðingarorlof og svona – síðan er það bara strolla sem fer ferð til útlanda 2019.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Crescendo er nýtt íslenskt dansverk sem verður frumsýnt þann 22. mars í Tjarnarbíói. Það er Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur sem semur verkið en hún hefur meðal annars hlotið Grímuna sem dansari ársins fyrir sólóverkið Shades of History. Dansarar eru Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir. „Ég var innblásin af því að skoða sögu líkamlegrar vinnu kvenna og hvernig þær samstilla sig í vinnu, þannig að dansararnir eru í því að reyna að samstilla sig í ryþma og hreyfingum – meðal annars með því að anda saman og raula eða humma saman, svona eins og fólk gerir við vinnu sína. Fólk hefur oft verið að nota lagstúfa og raul til að létta sér vinnuna eða finna sér takt saman. Það var svolítið það sem við vorum að skoða í þessu verki. Þær dansa allt verkið mjög mikið saman, vefjast saman, vinna saman og eru samtaka. Þetta er mjög krefjandi fyrir þær að þurfa að hlusta svona einbeittar hver á aðra.“Hvers vegna sækir þú innblástur á þennan stað? „Ég hef svolítið verið að skoða og spá í þessari líkamlegu vinnu dansarans. Líka að í umhverfinu okkar í dag er ofboðslega mikið af vinnu sem er ekki lengur líkamleg því að vélarnar og tæknin leysa okkur af. En á sviðinu þarf dansarinn enn þá að púla jafn mikið og fyrir hundrað eða tvö hundruð árum – við komumst ekki frá því nema við ætlum alfarið að hætta að nota dansara. En maður sér þessa líkamlegu vinnu svo skýrt í dansi. Ég hef ekkert verið að fela það sérstaklega mikið – að láta þetta líta út eins og það sé áreynslulaust eða auðvelt. Þú sérð þær færa sig hægt og rólega úr einni hreyfingu í aðra og þá sérðu svolítið vinnuna bak við það – þær þurfa að vera með rosalega flóknar talningar, þær dansa allan tímann – mér finnst svolítið gaman að láta reyna svolítið á dansarann í verkunum sem ég geri.“Þannig að þetta er gríðarlega erfitt verk fyrir dansarana? „Þetta er krefjandi fyrir dansarann. Og nákvæmnin líka, hún er sérstaklega krefjandi. Þetta hefur verið svolítil þolinmæðisvinna. Þú ert að læra flókna uppbyggingu, þetta er rosa vandvirkni. Ef þú hugsar um vinnu kvenna þá er þetta pínu eins og að prjóna eða sauma – svolítið eins og handverk í rauninni. Þær eru svolítið að vinna með handverk á hreyfingu – þær eru að gera eitthvað sem er í smáatriðum og nákvæmni eins og konur unnu við hér áður fyrr. Það er svolítil handavinna í þessu dansverki,“ svarar Katrín. Verkið krefst mikillar samstillingar. Og samstillingin er slík að sjálfur danshöfundurinn, einn dansaranna, Védís Kjartansdóttir, og að auki kynningarfulltrúi sýningarinnar, Viktoría Blöndal, eru allar saman óléttar á sama tíma. „Þetta var nú bara mjög skemmtileg tilviljun og bara fallegur hluti af ferlinu hjá okkur. En mér finnst mjög gaman að þetta er auðvitað mjög kvenlegt í takt við innihald verksins. Það er líka frábært að einn dansaranna sé ófrískur og að sýna.“„Þetta undirstrikar þessa fallegu samveru þarna – það verða fjórir líkamar á sviðinu í rauninni en ekki þrír.“ „Mér finnst ofboðslega mikilvægt að ef heilsan leyfir geti dansarar unnið sína vinnu þrátt fyrir þetta – til dæmis hefur maður séð í tengslum við þessa #metoo byltingu að konur hafa verið vinsamlegast beðnar um það að verða ekki óléttar í leikhúsi.“ „Mér finnst líka mjög mikilvægt að taka bara nauðsynlegt tillit til þess sem þarf. Svo er hún bara svo ótrúlegur dansari, hún Védís, að við höfum í rauninni þurft að aðlaga lítið. Verkið verður reyndar aðeins skemur í sýningu fyrir vikið, bara örfáar sýningar. Svo förum til útlanda með þetta eftir að allir eru búnir að taka sitt fæðingarorlof og svona – síðan er það bara strolla sem fer ferð til útlanda 2019.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira