Saga líkamlegrar vinnu kvenna innblásturinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. mars 2018 06:00 Védís Kjartansdóttir dansari, Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur og Viktoría Blöndal kynningarfulltrúi eru allar óléttar á sama tíma, eins og til að undirstrika kvenleika verksins. Vísir/Ernir Crescendo er nýtt íslenskt dansverk sem verður frumsýnt þann 22. mars í Tjarnarbíói. Það er Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur sem semur verkið en hún hefur meðal annars hlotið Grímuna sem dansari ársins fyrir sólóverkið Shades of History. Dansarar eru Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir. „Ég var innblásin af því að skoða sögu líkamlegrar vinnu kvenna og hvernig þær samstilla sig í vinnu, þannig að dansararnir eru í því að reyna að samstilla sig í ryþma og hreyfingum – meðal annars með því að anda saman og raula eða humma saman, svona eins og fólk gerir við vinnu sína. Fólk hefur oft verið að nota lagstúfa og raul til að létta sér vinnuna eða finna sér takt saman. Það var svolítið það sem við vorum að skoða í þessu verki. Þær dansa allt verkið mjög mikið saman, vefjast saman, vinna saman og eru samtaka. Þetta er mjög krefjandi fyrir þær að þurfa að hlusta svona einbeittar hver á aðra.“Hvers vegna sækir þú innblástur á þennan stað? „Ég hef svolítið verið að skoða og spá í þessari líkamlegu vinnu dansarans. Líka að í umhverfinu okkar í dag er ofboðslega mikið af vinnu sem er ekki lengur líkamleg því að vélarnar og tæknin leysa okkur af. En á sviðinu þarf dansarinn enn þá að púla jafn mikið og fyrir hundrað eða tvö hundruð árum – við komumst ekki frá því nema við ætlum alfarið að hætta að nota dansara. En maður sér þessa líkamlegu vinnu svo skýrt í dansi. Ég hef ekkert verið að fela það sérstaklega mikið – að láta þetta líta út eins og það sé áreynslulaust eða auðvelt. Þú sérð þær færa sig hægt og rólega úr einni hreyfingu í aðra og þá sérðu svolítið vinnuna bak við það – þær þurfa að vera með rosalega flóknar talningar, þær dansa allan tímann – mér finnst svolítið gaman að láta reyna svolítið á dansarann í verkunum sem ég geri.“Þannig að þetta er gríðarlega erfitt verk fyrir dansarana? „Þetta er krefjandi fyrir dansarann. Og nákvæmnin líka, hún er sérstaklega krefjandi. Þetta hefur verið svolítil þolinmæðisvinna. Þú ert að læra flókna uppbyggingu, þetta er rosa vandvirkni. Ef þú hugsar um vinnu kvenna þá er þetta pínu eins og að prjóna eða sauma – svolítið eins og handverk í rauninni. Þær eru svolítið að vinna með handverk á hreyfingu – þær eru að gera eitthvað sem er í smáatriðum og nákvæmni eins og konur unnu við hér áður fyrr. Það er svolítil handavinna í þessu dansverki,“ svarar Katrín. Verkið krefst mikillar samstillingar. Og samstillingin er slík að sjálfur danshöfundurinn, einn dansaranna, Védís Kjartansdóttir, og að auki kynningarfulltrúi sýningarinnar, Viktoría Blöndal, eru allar saman óléttar á sama tíma. „Þetta var nú bara mjög skemmtileg tilviljun og bara fallegur hluti af ferlinu hjá okkur. En mér finnst mjög gaman að þetta er auðvitað mjög kvenlegt í takt við innihald verksins. Það er líka frábært að einn dansaranna sé ófrískur og að sýna.“„Þetta undirstrikar þessa fallegu samveru þarna – það verða fjórir líkamar á sviðinu í rauninni en ekki þrír.“ „Mér finnst ofboðslega mikilvægt að ef heilsan leyfir geti dansarar unnið sína vinnu þrátt fyrir þetta – til dæmis hefur maður séð í tengslum við þessa #metoo byltingu að konur hafa verið vinsamlegast beðnar um það að verða ekki óléttar í leikhúsi.“ „Mér finnst líka mjög mikilvægt að taka bara nauðsynlegt tillit til þess sem þarf. Svo er hún bara svo ótrúlegur dansari, hún Védís, að við höfum í rauninni þurft að aðlaga lítið. Verkið verður reyndar aðeins skemur í sýningu fyrir vikið, bara örfáar sýningar. Svo förum til útlanda með þetta eftir að allir eru búnir að taka sitt fæðingarorlof og svona – síðan er það bara strolla sem fer ferð til útlanda 2019.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Crescendo er nýtt íslenskt dansverk sem verður frumsýnt þann 22. mars í Tjarnarbíói. Það er Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur sem semur verkið en hún hefur meðal annars hlotið Grímuna sem dansari ársins fyrir sólóverkið Shades of History. Dansarar eru Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir. „Ég var innblásin af því að skoða sögu líkamlegrar vinnu kvenna og hvernig þær samstilla sig í vinnu, þannig að dansararnir eru í því að reyna að samstilla sig í ryþma og hreyfingum – meðal annars með því að anda saman og raula eða humma saman, svona eins og fólk gerir við vinnu sína. Fólk hefur oft verið að nota lagstúfa og raul til að létta sér vinnuna eða finna sér takt saman. Það var svolítið það sem við vorum að skoða í þessu verki. Þær dansa allt verkið mjög mikið saman, vefjast saman, vinna saman og eru samtaka. Þetta er mjög krefjandi fyrir þær að þurfa að hlusta svona einbeittar hver á aðra.“Hvers vegna sækir þú innblástur á þennan stað? „Ég hef svolítið verið að skoða og spá í þessari líkamlegu vinnu dansarans. Líka að í umhverfinu okkar í dag er ofboðslega mikið af vinnu sem er ekki lengur líkamleg því að vélarnar og tæknin leysa okkur af. En á sviðinu þarf dansarinn enn þá að púla jafn mikið og fyrir hundrað eða tvö hundruð árum – við komumst ekki frá því nema við ætlum alfarið að hætta að nota dansara. En maður sér þessa líkamlegu vinnu svo skýrt í dansi. Ég hef ekkert verið að fela það sérstaklega mikið – að láta þetta líta út eins og það sé áreynslulaust eða auðvelt. Þú sérð þær færa sig hægt og rólega úr einni hreyfingu í aðra og þá sérðu svolítið vinnuna bak við það – þær þurfa að vera með rosalega flóknar talningar, þær dansa allan tímann – mér finnst svolítið gaman að láta reyna svolítið á dansarann í verkunum sem ég geri.“Þannig að þetta er gríðarlega erfitt verk fyrir dansarana? „Þetta er krefjandi fyrir dansarann. Og nákvæmnin líka, hún er sérstaklega krefjandi. Þetta hefur verið svolítil þolinmæðisvinna. Þú ert að læra flókna uppbyggingu, þetta er rosa vandvirkni. Ef þú hugsar um vinnu kvenna þá er þetta pínu eins og að prjóna eða sauma – svolítið eins og handverk í rauninni. Þær eru svolítið að vinna með handverk á hreyfingu – þær eru að gera eitthvað sem er í smáatriðum og nákvæmni eins og konur unnu við hér áður fyrr. Það er svolítil handavinna í þessu dansverki,“ svarar Katrín. Verkið krefst mikillar samstillingar. Og samstillingin er slík að sjálfur danshöfundurinn, einn dansaranna, Védís Kjartansdóttir, og að auki kynningarfulltrúi sýningarinnar, Viktoría Blöndal, eru allar saman óléttar á sama tíma. „Þetta var nú bara mjög skemmtileg tilviljun og bara fallegur hluti af ferlinu hjá okkur. En mér finnst mjög gaman að þetta er auðvitað mjög kvenlegt í takt við innihald verksins. Það er líka frábært að einn dansaranna sé ófrískur og að sýna.“„Þetta undirstrikar þessa fallegu samveru þarna – það verða fjórir líkamar á sviðinu í rauninni en ekki þrír.“ „Mér finnst ofboðslega mikilvægt að ef heilsan leyfir geti dansarar unnið sína vinnu þrátt fyrir þetta – til dæmis hefur maður séð í tengslum við þessa #metoo byltingu að konur hafa verið vinsamlegast beðnar um það að verða ekki óléttar í leikhúsi.“ „Mér finnst líka mjög mikilvægt að taka bara nauðsynlegt tillit til þess sem þarf. Svo er hún bara svo ótrúlegur dansari, hún Védís, að við höfum í rauninni þurft að aðlaga lítið. Verkið verður reyndar aðeins skemur í sýningu fyrir vikið, bara örfáar sýningar. Svo förum til útlanda með þetta eftir að allir eru búnir að taka sitt fæðingarorlof og svona – síðan er það bara strolla sem fer ferð til útlanda 2019.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira