Höddi Magg veislustjóri hjá KA: „Lokatækifæri mitt að gera upp 1989“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 13:00 Hörður Magnússon. Stöð 2 Sport Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira