Lífið

Hödd setur 107 milljónir á raðhúsið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hödd Vilhjálmsdóttir starfar sem almannatengill.
Hödd Vilhjálmsdóttir starfar sem almannatengill.
Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett hús sitt í Garðabænum á söluskrá og er ásett verð 107 milljónir.

Hödd var til umfjöllunar í þættinum Heimsókn á Stöð 2 í þessum mánuði og fengu áhorfendur að fylgjast með þegar hún gerði upp fokhelt raðhús með sambýlismanninum á mettíma.

„Já, ég fékk að ráða öllu í ferlinu og notaði engan hönnuð eða arkitekt,“ sagði smekkkonan Hödd í samtali við Sindra Sindrason en húsið er allt hið glæsilegasta.

Raðhúsið var byggt á síðast ári og er eingin 230 fermetrar að stærð. Alls eru fjögur svefnherbergi í raðhúsinu og fylgir bílskúr húsinu.

Fasteignamatið er um 69 milljónir en hér að neðan má sjá brot úr þættinum Heimsókn og þar fyrir neðan má sjá vel valdar myndir úr raðhúsinu.

Stórt og fallegt hús í Garðabænum.
Sérstaklega glæsilegt eldhús.
Einstaklega fallegt baðherbergi.
Huggulegt hjónaherbergi.
Stofan er ótrúlega falleg, björt og rúmgóð.
Sjónvarpsholið er vægast sagt kósý.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.