Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 20:45 Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, er meðal annars sakaður um að hafa logið að breskri þingnefnd þegar hann sagði fyrirtækið ekki nota gögn frá Facebook. Vísir/AFP Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi. Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi.
Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45