Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 20:45 Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, er meðal annars sakaður um að hafa logið að breskri þingnefnd þegar hann sagði fyrirtækið ekki nota gögn frá Facebook. Vísir/AFP Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi. Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi.
Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45