Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 20:45 Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, er meðal annars sakaður um að hafa logið að breskri þingnefnd þegar hann sagði fyrirtækið ekki nota gögn frá Facebook. Vísir/AFP Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi. Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi.
Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45