Körfubolti

Stólarnir fögnuðu stórsigri með nýmjólk og samloku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel virtist njóta máltíðarinnar í kvöld.
Axel virtist njóta máltíðarinnar í kvöld. vísir/andri
Tindastóll er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík en liðin eigast við í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslitin og eru Stólarnir komnir í kjörstöðu.

Eftir að fyrsti leikurinn var gífurlega jafn og spennandi þar sem Tindastóll vann í framlengdum leik var annar leikurinn eign Stólana frá upphafi. Þeir unnu öruggan sigur í Grindavík í kvöld.

Eftir leikinn ferðuðust svo Stólarnir aftur heim til Sauðárkróks en leikmenn liðsins stoppuðu greinilega á Subway á leiðinni til baka til þess að næla sér í smá næringu fyrir rútuferðina.

Helgi Freyr Margeirsson, þriggja stiga skyttan magnaða, birti mynd á Twitter-síðu sinni af Axel Kárasyni, einum öflugasta leikmanni liðsins, drekkandi nýmjólk og að fá sér samloku.

Helgi skrifaði við myndina að Stólarnir myndu fagna þessu af sveitamannasið eftir góðan liðssigur bæði á gófinu og í stúkunni eins og hann orðaði þetta.

Tístið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sigtryggur Arnar: Við vanmetum ekki neinn

"Ég bjóst við öðrum spennandi leik eins og heima hjá okkur. En við tókum þetta bara í seinni hluta leiksins. Þá sprungum við út,“ sagði Sigtryggur Arnar Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Tindastól í sigrinum á Grindavík í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×