Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. mars 2018 08:00 Gögnunum var upphaflega safnað með leyfi Facebook vegna fræðirannsókna sérfræðings við Cambridge sem lét þeim, sem stofnuðu síðar fyrirtækið Cambridge Analytica, persónugögnin í té. Vísir/EPA „Þetta er sálfræðihernaður gegn kjósendum og almenningi,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata, um starfsemi og starfsað ferðir fyrirtækisins Cambridge Analytica. Háttsemin er talin hafa haft mikil áhrif á óvæntan sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningum Bandaríkjanna haustið 2016 og úrslit Brexit-kosninganna í Bretlandi.Í sjónvarpsþætti á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 lýsti fyrrverandi starfsmaður Cambridge Analytica hvernig persónuupplýsinga Facebook-notenda er aflað og þær nýttar við greiningu á stjórnmálaviðhorfum fólks til að hafa uppi á og ávarpa óákveðna kjósendur í kosningum víða um heim, með leynilegum og óheiðarlegum hætti. Fyrrverandi starfsmaður Facebook hefur einnig stigið fram og fullyrt að forsvarsmenn Facebook hafi vitað af persónuupplýsingum notendanna í höndum fyrirtækisins og fleiri sams konar fyrirtækja og hvernig þær voru notaðar, án þess að upplýsa um það eða hafast nokkuð að í málinu.Sjá einnig: Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Málið er til rannsóknar hjá þingnefndum og öðrum yfirvöldum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur Mark Zuckerberg verið beðinn að mæta fyrir breska þingið til að standa fyrir máli sínu. Hlutabréf í Facebook hafa hríðfallið á síðustu dögum. Gögnunum var upphaflega safnað með leyfi Facebook vegna fræðirannsókna sérfræðings við Cambridge sem lét þeim, sem stofnuðu síðar fyrirtækið Cambridge Analytica, persónugögnin í té. Þannig fékk fyrirtækið nákvæmar upplýsingar um félagslega hegðun yfir 50 milljóna Facebook-notenda. Svo var hægt að beina tilteknum upplýsingum að fólki sem kynnu að hafa áhrif á hvernig það kysi „Með notkun þessara persónuupplýsinga má í rauninni brengla kosningaúrslit í sálfræðistríði gegn kjósendum,“ segir Smári. Smári McCarthy, þingmaður PírataHann segir eina augljósa svarið felast í því að fólk átti sig á að það er stöðugt verið að hafa áhrif á upplýsingaumhverfi þess með óheiðarlegum hætti. Það er hins vegar hægara sagt en gert og það þurfi einnig að bregðast viðmeð öflugri persónuverndarlöggjöf. „Ríki heims hafa algerlega brugðist borgurum með alltof veikri persónu- og upplýsingarverndarlöggjöf og með aðgerðarleysi sínu hefur lýðræðinu í rauninni verið sköpuð ákveðin hætta,“ segir Smári og nefnir, auk öflugri persónuverndarlaga, þann möguleika að banna auglýsingar sem miðað er á tiltekna einstaklinga. Smári segir að erfitt kunni að vera að láta Facebook sæta lagalegri ábyrgð enda hafi yfir tveir milljarð ar manna gefið samþykki sitt fyrir afhendingu persónuupplýsinga til miðilsins á grundvelli veikra notkunarskilmála og því er ekki ljóst hvort fyrirtækið hafi brotið lög eða samninga. „Það vita flestir hvernig nafnlausar auglýsingar hafa verið notaðar til að reyna að hafa áhrif á kosningar hér á landi,“ segir Smári aðspurður um möguleg áhrif þessarar nýju aðferðafræði hérlendis. Hann segir að þrátt fyrir að slíkar auglýsingar brjóti líklega í bága við kosningalög hafi aldrei farið fram nákvæm greining á því hverjir stóðu fyrir þeim og í raun ekki heldur um hvort fyrirtæki á borð við Cambridge Analytica hafi komið nálægt kosningabaráttu hérlendis. Friðjón Friðjónsson hjá almannatengslafyrirtækinu KOM segir mið unaraðferðir eins og Cambridge Analytica beiti ólíklegar til árangurs hér á landi vegna þess hve fáir Íslendingar eru og hversu margar persónulegar breytur hafi áhrif í landi þar sem allir þekkja alla. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
„Þetta er sálfræðihernaður gegn kjósendum og almenningi,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata, um starfsemi og starfsað ferðir fyrirtækisins Cambridge Analytica. Háttsemin er talin hafa haft mikil áhrif á óvæntan sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningum Bandaríkjanna haustið 2016 og úrslit Brexit-kosninganna í Bretlandi.Í sjónvarpsþætti á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 lýsti fyrrverandi starfsmaður Cambridge Analytica hvernig persónuupplýsinga Facebook-notenda er aflað og þær nýttar við greiningu á stjórnmálaviðhorfum fólks til að hafa uppi á og ávarpa óákveðna kjósendur í kosningum víða um heim, með leynilegum og óheiðarlegum hætti. Fyrrverandi starfsmaður Facebook hefur einnig stigið fram og fullyrt að forsvarsmenn Facebook hafi vitað af persónuupplýsingum notendanna í höndum fyrirtækisins og fleiri sams konar fyrirtækja og hvernig þær voru notaðar, án þess að upplýsa um það eða hafast nokkuð að í málinu.Sjá einnig: Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Málið er til rannsóknar hjá þingnefndum og öðrum yfirvöldum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og hefur Mark Zuckerberg verið beðinn að mæta fyrir breska þingið til að standa fyrir máli sínu. Hlutabréf í Facebook hafa hríðfallið á síðustu dögum. Gögnunum var upphaflega safnað með leyfi Facebook vegna fræðirannsókna sérfræðings við Cambridge sem lét þeim, sem stofnuðu síðar fyrirtækið Cambridge Analytica, persónugögnin í té. Þannig fékk fyrirtækið nákvæmar upplýsingar um félagslega hegðun yfir 50 milljóna Facebook-notenda. Svo var hægt að beina tilteknum upplýsingum að fólki sem kynnu að hafa áhrif á hvernig það kysi „Með notkun þessara persónuupplýsinga má í rauninni brengla kosningaúrslit í sálfræðistríði gegn kjósendum,“ segir Smári. Smári McCarthy, þingmaður PírataHann segir eina augljósa svarið felast í því að fólk átti sig á að það er stöðugt verið að hafa áhrif á upplýsingaumhverfi þess með óheiðarlegum hætti. Það er hins vegar hægara sagt en gert og það þurfi einnig að bregðast viðmeð öflugri persónuverndarlöggjöf. „Ríki heims hafa algerlega brugðist borgurum með alltof veikri persónu- og upplýsingarverndarlöggjöf og með aðgerðarleysi sínu hefur lýðræðinu í rauninni verið sköpuð ákveðin hætta,“ segir Smári og nefnir, auk öflugri persónuverndarlaga, þann möguleika að banna auglýsingar sem miðað er á tiltekna einstaklinga. Smári segir að erfitt kunni að vera að láta Facebook sæta lagalegri ábyrgð enda hafi yfir tveir milljarð ar manna gefið samþykki sitt fyrir afhendingu persónuupplýsinga til miðilsins á grundvelli veikra notkunarskilmála og því er ekki ljóst hvort fyrirtækið hafi brotið lög eða samninga. „Það vita flestir hvernig nafnlausar auglýsingar hafa verið notaðar til að reyna að hafa áhrif á kosningar hér á landi,“ segir Smári aðspurður um möguleg áhrif þessarar nýju aðferðafræði hérlendis. Hann segir að þrátt fyrir að slíkar auglýsingar brjóti líklega í bága við kosningalög hafi aldrei farið fram nákvæm greining á því hverjir stóðu fyrir þeim og í raun ekki heldur um hvort fyrirtæki á borð við Cambridge Analytica hafi komið nálægt kosningabaráttu hérlendis. Friðjón Friðjónsson hjá almannatengslafyrirtækinu KOM segir mið unaraðferðir eins og Cambridge Analytica beiti ólíklegar til árangurs hér á landi vegna þess hve fáir Íslendingar eru og hversu margar persónulegar breytur hafi áhrif í landi þar sem allir þekkja alla.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45