Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Hörður Ægisson skrifar 21. mars 2018 06:00 Leigufélagið Heimavellir vinnur hörðum höndum að endurfjármögnun en vaxtaberandi langtímaskuldir þess námu 32 milljörðum í árslok 2017. Heimavellir hafa sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum leigufélagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þá mun boðaðri skráningu Heimavalla, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, seinka að lágmarki um einn mánuð til viðbótar. Í samtali við Markaðinn segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, aðspurð- ur að ástæðan fyrir því að fjárfestingabankanum var skipt út hafi verið „mismunandi sýn Heimavalla og Kviku á aðferðafræði við sölu á hlutum í félaginu í útboðinu.“ Þá staðfestir Guðbrandur að skráningu Heimavalla á aðalmarkað í Kauphöllina muni seinka frá því sem áður var að stefnt og nú sé gert ráð fyrir því að hún fari fram í byrjun maí á þessu ári. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna. Nærri eitt ár er síðan Heimavellir sömdu við bæði Kviku og Íslandsbanka um að sjá um skráningu leigufélagsins í Kauphöllina. Hlutverk Íslandsbanka er að sjá um ritun skráningarlýsingar félagsins. Heimavellir hafa vaxið mjög hratt á undanförnum misserum og árum, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalánasjóði. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Leigutekjur félagsins voru tæplega 3,1 milljarður á árinu og meira en tvöfölduðust frá fyrra ári. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir.Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla.Vísir/AntonFélagið hefur að undanförnu unnið mjög að því reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals nema vaxtaberandi skuldir þess liðlega 32 milljörðum. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins hafa í því skyni meðal annars kannað mjög áhuga erlendra fjárfestingasjóða á að koma að fjármögnun leigufélagsins en í byrjun ársins gerði Almenna leigufélagið fjögurra milljarða króna lánssamning við sjóð í stýringu bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance. Með þeim samningi lækkaði vaxtakostnaður Almenna leigufélagsins verulega, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem unnu um skeið sem ráðgjafar við fjármögnun leigufélagsins er Jón Ingi Árnason. Hann hafði áður unnið að söluferli Heimavalla í tengslum við áformaða skráningu þegar hann starfaði í Kviku banka en hætti þar störfum í fyrra. Jón Ingi var síðan ráðinn í markaðsviðskipti Landsbankans í byrjun þessa árs. Stærstu hluthafar Heimavalla eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrirtækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örnólfsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Glitnis, og eignarhaldsfélagið Brimgarðar sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna en félög í þeirra eigu reka meðal annars matvælafyrirtækin Mata, Matfugl og Síld og fisk. Þá eiga einnig nokkrir lífeyrissjóðir hlut í leigufélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. 23. september 2017 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Heimavellir hafa sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum leigufélagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þá mun boðaðri skráningu Heimavalla, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, seinka að lágmarki um einn mánuð til viðbótar. Í samtali við Markaðinn segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla, aðspurð- ur að ástæðan fyrir því að fjárfestingabankanum var skipt út hafi verið „mismunandi sýn Heimavalla og Kviku á aðferðafræði við sölu á hlutum í félaginu í útboðinu.“ Þá staðfestir Guðbrandur að skráningu Heimavalla á aðalmarkað í Kauphöllina muni seinka frá því sem áður var að stefnt og nú sé gert ráð fyrir því að hún fari fram í byrjun maí á þessu ári. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna. Nærri eitt ár er síðan Heimavellir sömdu við bæði Kviku og Íslandsbanka um að sjá um skráningu leigufélagsins í Kauphöllina. Hlutverk Íslandsbanka er að sjá um ritun skráningarlýsingar félagsins. Heimavellir hafa vaxið mjög hratt á undanförnum misserum og árum, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalánasjóði. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Leigutekjur félagsins voru tæplega 3,1 milljarður á árinu og meira en tvöfölduðust frá fyrra ári. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir.Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla.Vísir/AntonFélagið hefur að undanförnu unnið mjög að því reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals nema vaxtaberandi skuldir þess liðlega 32 milljörðum. Stjórnendur og ráðgjafar félagsins hafa í því skyni meðal annars kannað mjög áhuga erlendra fjárfestingasjóða á að koma að fjármögnun leigufélagsins en í byrjun ársins gerði Almenna leigufélagið fjögurra milljarða króna lánssamning við sjóð í stýringu bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance. Með þeim samningi lækkaði vaxtakostnaður Almenna leigufélagsins verulega, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal þeirra sem unnu um skeið sem ráðgjafar við fjármögnun leigufélagsins er Jón Ingi Árnason. Hann hafði áður unnið að söluferli Heimavalla í tengslum við áformaða skráningu þegar hann starfaði í Kviku banka en hætti þar störfum í fyrra. Jón Ingi var síðan ráðinn í markaðsviðskipti Landsbankans í byrjun þessa árs. Stærstu hluthafar Heimavalla eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrirtækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örnólfsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Glitnis, og eignarhaldsfélagið Brimgarðar sem er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs, Eggerts Árna og Halldórs Páls Gíslabarna en félög í þeirra eigu reka meðal annars matvælafyrirtækin Mata, Matfugl og Síld og fisk. Þá eiga einnig nokkrir lífeyrissjóðir hlut í leigufélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. 23. september 2017 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. 23. september 2017 06:00
Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11