Innlent

Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Minnihlutinn í Garðabæ ræddi sameiginlegt framboð fyrir síðustu kosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði á síðustu stundu.
Minnihlutinn í Garðabæ ræddi sameiginlegt framboð fyrir síðustu kosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði á síðustu stundu. Vísir
Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í vor. Að framboðinu standa flokkarnir sem skipað hafa minnihlutann í bænum: Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir. Listinn verður formlega kynntur í Hönnunarsafni Íslands í Garðatorgi á morgun.

Vísir greindi frá því í lok janúar að fulltrúar minnihlutans hefðu rætt möguleikann á sameiginlegu framboði sín á milli en þá vildi Halldór J. Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, ekki staðfesta að af því yrði.

Sjá einnig: Minnihlutinn í Garðabæ íhugar sameiginlegt framboð

Björt framtíð er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn, Samfylkingin á einn fulltrúa og Listi fólksins í bænum á einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta með sjö bæjarfulltrúa. Garðabær hefur lengi verið sterkt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og óhætt er að ætla að hinu nýja framboði sé ekki síst beint gegn þrásetu hans í meirihluta.

Í samtali við Vísi sagði Halldór að þessi möguleiki hafi verið ræddur áður og að viðræðurnar hafi við komnar „ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu,“ eins og hann orðaði það.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×