Körfubolti

Kári mætti í Körfuboltakvöld eftir 6 stig á 3 sekúndum: „Eitt af skotum áratugarins“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson sýndi snilli sína í Keflavík í gærkvöldi þegar hann tryggði Haukum 85-82 sigur með skoti yfir næstum því allan völlinn. Kári hafði þremur sekúndum áður sett niður þrjú vítaskot til þess að jafna metin.

Sex stig á þremur sekúndum og að sjálfsögðu fengu Kjartan Atli Kjartansson og félgar Kára til að koma í Körfuboltakvöld strax eftir leikinn.  

„Þetta var eitt af skotum ársins og skotum áratugarins segja einhverjir. Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem maður hefur séð lengi í íþróttinni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og kallaði fram bros hjá Kára.

 

„Maður er eiginlega pínu orðlaus yfir þessu,“ sagði Hermann Hauksson.

„Þetta var bara frábær leikur og svo endar þetta svona. Fyrir okkur hlutlausu þá er þetta magnað,“ sagði Teitur Örlygsson.

„Það var geggjað hvernig við náðum að klára þetta,“ sagði Kári Jónsson en hann fór síðan yfir leikinn með Kjartani Atla, Teiti og Hermanni.

Haukar voru þemur stigum undir, 82-79, þegar 3,4 sekúndur voru eftir og Kári fékk þrjú víti. Hann setti öll vítin niður og jafnaði metin.

Keflvíkingar fengu síðustu sóknina en töpuðu boltanum og Kári var fljótur að hugsa og náði að skjóta yfir allan völlinn rétt áður en leiktíminn rann út. Þar munaði aðeins sekúndubroti.

„Við megum verið glaðir í kvöld en svo þurfum við alveg klárlega að núllstilla okkur eins fljótt og við getum og koma hausnum í gang. Ef við spilum svona aftur þá erum við örugglega ekki að fara vinna Keflavík oft,“ sagði Kári.

Það má sjá viðtalið við Kára og yfirferðina um leikinn í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt

Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×