Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2018 10:04 Mikill áhugi er á réttarhöldunum yfir Madsen. Vísir/EPA Danski uppfinningamaðurinn Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag í Kaupmannahöfn eftir tæplega tveggja vikna hlé. Áfram var haldið þaðan sem frá var horfið þann 8. mars þegar réttarhöldin hófust. Þá gaf Madsen þær skýringar að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna kolsýringseitrunar í aðstæðum sem sköpuðust þegar Madsen fór upp á þilfar en gat ekki opnað hlera kafbátsins til þess að komast niður aftur vegna þrýstingsfalls. Gaf hann þá einnig þá skýringu að hann hafi þurft að búta niður lík Wall til þess að koma henni úr kafbátnum, hann hafi reynt að koma henni upp í heilu lagi en það hafi ekki tekist. „Þetta var hræðilegt“ Saksóknarni málsins tók í dag upp þráðinn og hélt áfram að spyrja Madsen út í það hvernig hann hefði bútað lík Wall niður. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. „Við erum að tala um manneskju og ég held að þú ættir að spyrja sérfræðingana,“ svaraði Madsen er saksóknarinn spurði hann út í þetta. „Þetta var hræðilegt og ég vil ekki þurfa að lýsa því.“ Sagði Madsen að hans eina hugsun á þessum tímapunkti hafði verið að koma líkinu úr bátnum og útbyrðis en í réttarhöldunum lýsti Madsen því hvernig hann taldi að lífi sínu væri lokið, eftir að Wall lést um borð í kafbátnum. Madsen stakk einnig göt á lík Wall en niðurstaða krufningar benti til þess að stungusár á brjósti og klofi hennar hafi komið eftir að hún lést. Aðspurður um það svaraði Madsen að hann hafi stungið nokkur göt hér á þar á líkið til þess að koma í veg fyrir að gasmyndun í líkinu yrði til þess að það myndi fljóta upp á yfirborðið. Saksóknarinn spurði hann sérstaklega út í stungusárin í klofi Wall og hvort að þar hefði eitthvað kynferðislegt búið að baki? „Nei, það er ekkert kynferðislegt,“ svaraði Madsen. „Ég veit ekki hvort að þér finnist það eitthavð kynferðislegt, þér finnst það kannski, en ekki mér.“ Réttarhöldin halda áfram í dag en síðar í dag mun verjandi Madsen fá tækifæri til þess að spyrja hann spurninga. Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag í Kaupmannahöfn eftir tæplega tveggja vikna hlé. Áfram var haldið þaðan sem frá var horfið þann 8. mars þegar réttarhöldin hófust. Þá gaf Madsen þær skýringar að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna kolsýringseitrunar í aðstæðum sem sköpuðust þegar Madsen fór upp á þilfar en gat ekki opnað hlera kafbátsins til þess að komast niður aftur vegna þrýstingsfalls. Gaf hann þá einnig þá skýringu að hann hafi þurft að búta niður lík Wall til þess að koma henni úr kafbátnum, hann hafi reynt að koma henni upp í heilu lagi en það hafi ekki tekist. „Þetta var hræðilegt“ Saksóknarni málsins tók í dag upp þráðinn og hélt áfram að spyrja Madsen út í það hvernig hann hefði bútað lík Wall niður. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. „Við erum að tala um manneskju og ég held að þú ættir að spyrja sérfræðingana,“ svaraði Madsen er saksóknarinn spurði hann út í þetta. „Þetta var hræðilegt og ég vil ekki þurfa að lýsa því.“ Sagði Madsen að hans eina hugsun á þessum tímapunkti hafði verið að koma líkinu úr bátnum og útbyrðis en í réttarhöldunum lýsti Madsen því hvernig hann taldi að lífi sínu væri lokið, eftir að Wall lést um borð í kafbátnum. Madsen stakk einnig göt á lík Wall en niðurstaða krufningar benti til þess að stungusár á brjósti og klofi hennar hafi komið eftir að hún lést. Aðspurður um það svaraði Madsen að hann hafi stungið nokkur göt hér á þar á líkið til þess að koma í veg fyrir að gasmyndun í líkinu yrði til þess að það myndi fljóta upp á yfirborðið. Saksóknarinn spurði hann sérstaklega út í stungusárin í klofi Wall og hvort að þar hefði eitthvað kynferðislegt búið að baki? „Nei, það er ekkert kynferðislegt,“ svaraði Madsen. „Ég veit ekki hvort að þér finnist það eitthavð kynferðislegt, þér finnst það kannski, en ekki mér.“ Réttarhöldin halda áfram í dag en síðar í dag mun verjandi Madsen fá tækifæri til þess að spyrja hann spurninga. Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55
Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57