Erlent

Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.

Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hefjast í dag. Honum er gefið að sök að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum.

Madsen er meðal annars ákærður fyrir morð, sundurlimum líksins og „sérlega hættulegt kynferðislegt samneyti,“ eins og það er orðað á vef danska ríkisútvarpsins.

Hann hefur undanfarna mánuði þvertekið fyrir að hafa myrt Wall en þó gengist við því að hafa bútað hana niður. Það eitt og sér tryggir honum allt upp í sex mánaða fangelsisvist.

Hér að neðan verður fylgst með helstu vendingum af málinu, að mestu leyti byggt á umfjöllun danska ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×