Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. mars 2018 07:00 Aftan við Valgeir Jónasson sést í innkeyrsluna að Þorrasölum 13-15 sem vísar að blokkinni þar sem hann er húsfélagsformaður. Vísir/ANTON „Bæjarstjórinn svarar ekki skilaboðum, hann vill ekkert við okkur tala. Það er bara af því að við erum litlir karlar,“ segir Valgeir Jónasson, formaður húsfélags Þorrasala 9-11 í Kópavogi. Valgeir segir að eftir að Þorrasalir 9-11 voru byggðir hafi aðkeyrslu að bílakjallara næstu blokkar, Þorrasala 13-15, verið breytt þannig að hún sé milli blokkanna tveggja í stað þess að vísa að götunni. Húsfélagið kærði Kópavogsbæ og vann málið fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála sem felldi úr gildi ákvörð- un Kópavogsbæjar um að veita byggingarleyfi varðandi aðkomuna að bílageymslunni og felldi sömuleiðis úr gildi þá ákvörðun bæjarins að synja kröfu húsfélagsins á númer 9-11 um að beita nágranna þeirra þvingunarúrræðum vegna innkeyrslunnar. „Þegar þeir koma upp brekkuna úr bílakjallaranum hjá sér þá lýsast upp íbúðir á neðstu hæðunum í Þorrasölum 11. Og svo er náttúrlega ónæði af því þegar hurðin skellist,“ segir Valgeir um þau óþægindi sem fylgi hinni breyttu aðkomu að bílageymslunni. Þá eigi að vera göngustígur og aðkoma fyrir slökkviliðsbíla milli blokkanna.„En það var bara klippt af stígnum. Þetta er ekki eins og það á að vera.“ Valgeir segir að íbúarnir í Þorrasölum 9-11 hafi varað við því áður en ráðist var í framkvæmdir í nágrannablokkinni að innkeyrslan í bílakjallarann stæðist ekki lög. Enda hafi það komið á daginn. Kópavogsbær vildi síðan að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir að nýju en því var hafnað. „Síðan höfum við ítrekað reynt að hafa samband við Kópavogsbæ en þau hunsa íbúana sem hér eru í 35 íbúðum,“ segir Valgeir um núverandi stöðu málsins og kveður þannig ekkert hafa þokast. „Þeir ætla bara að svæfa málið.“ Valgeir segir kröfuna einfaldlega þá að innkeyrslan verði færð til þess horfs sem upphaflegt skipulag og leyfi hafi gert ráð fyrir. „Það er alveg hægt að gera það,“ segir hann um slíka framkvæmd. „Og Kópavogsbær ætti alveg absalútt að bera kostnað- inn af því. Við héldum aðalfund í húsfélaginu og þar var einróma samþykkt að halda áfram með málið. En helst vildum við ná samkomulagi við bæinn því það er ekkert nema kostnaður sem fylgir þessu.“ Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá Kópavogsbæ hvernig málið horfi við bæjaryfirvöldum og hvað þau hyggist gera. „Málið er í vinnslu hjá Kópavogsbæ og verða viðbrögð bæjarins við úrskurðinum kynnt málsaðilum á næstunni,“ er svarið frá bæjarskrifstofunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
„Bæjarstjórinn svarar ekki skilaboðum, hann vill ekkert við okkur tala. Það er bara af því að við erum litlir karlar,“ segir Valgeir Jónasson, formaður húsfélags Þorrasala 9-11 í Kópavogi. Valgeir segir að eftir að Þorrasalir 9-11 voru byggðir hafi aðkeyrslu að bílakjallara næstu blokkar, Þorrasala 13-15, verið breytt þannig að hún sé milli blokkanna tveggja í stað þess að vísa að götunni. Húsfélagið kærði Kópavogsbæ og vann málið fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála sem felldi úr gildi ákvörð- un Kópavogsbæjar um að veita byggingarleyfi varðandi aðkomuna að bílageymslunni og felldi sömuleiðis úr gildi þá ákvörðun bæjarins að synja kröfu húsfélagsins á númer 9-11 um að beita nágranna þeirra þvingunarúrræðum vegna innkeyrslunnar. „Þegar þeir koma upp brekkuna úr bílakjallaranum hjá sér þá lýsast upp íbúðir á neðstu hæðunum í Þorrasölum 11. Og svo er náttúrlega ónæði af því þegar hurðin skellist,“ segir Valgeir um þau óþægindi sem fylgi hinni breyttu aðkomu að bílageymslunni. Þá eigi að vera göngustígur og aðkoma fyrir slökkviliðsbíla milli blokkanna.„En það var bara klippt af stígnum. Þetta er ekki eins og það á að vera.“ Valgeir segir að íbúarnir í Þorrasölum 9-11 hafi varað við því áður en ráðist var í framkvæmdir í nágrannablokkinni að innkeyrslan í bílakjallarann stæðist ekki lög. Enda hafi það komið á daginn. Kópavogsbær vildi síðan að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir að nýju en því var hafnað. „Síðan höfum við ítrekað reynt að hafa samband við Kópavogsbæ en þau hunsa íbúana sem hér eru í 35 íbúðum,“ segir Valgeir um núverandi stöðu málsins og kveður þannig ekkert hafa þokast. „Þeir ætla bara að svæfa málið.“ Valgeir segir kröfuna einfaldlega þá að innkeyrslan verði færð til þess horfs sem upphaflegt skipulag og leyfi hafi gert ráð fyrir. „Það er alveg hægt að gera það,“ segir hann um slíka framkvæmd. „Og Kópavogsbær ætti alveg absalútt að bera kostnað- inn af því. Við héldum aðalfund í húsfélaginu og þar var einróma samþykkt að halda áfram með málið. En helst vildum við ná samkomulagi við bæinn því það er ekkert nema kostnaður sem fylgir þessu.“ Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá Kópavogsbæ hvernig málið horfi við bæjaryfirvöldum og hvað þau hyggist gera. „Málið er í vinnslu hjá Kópavogsbæ og verða viðbrögð bæjarins við úrskurðinum kynnt málsaðilum á næstunni,“ er svarið frá bæjarskrifstofunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira