Innlent

Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frumvarpið var tekið til atkvæðagreiðslu í dag.
Frumvarpið var tekið til atkvæðagreiðslu í dag. vísir/ERNIR
Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæðum gegn einu. Flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum flokkum nema Framsókn og þá var stuðningur við frumvarpið einnig þvert á flokka.

Með frumvarpinu fengju þeir íslensku ríkisborgarar, sem hafa lögheimili í viðeigandi sveitarfélagi, kosningarétt við 16 ára aldur í sveitastjórnarkosningum. Þá var auk þess samþykkt að lögin tækju þegar gildi en frumvarpið á þó enn eftir að fara í gegnum 3. umræðu sem að öllum líkindum verður á morgun.

„Ég er nokkuð bjartsýnn á að þetta verði að lögum miðað við hvernig atkvæðin féllu í dag,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem á sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, í samtali við Vísi.

Óskað var eftir því í lok atkvæðagreiðslunnar í dag að málinu verði vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar áður en frumvarpið verður tekið til 3. umræðu.

Í fyrradag lagði meiri­hluti nefndarinnar, eða fimm nefnd­ar­menn af níu, að frum­varpið verði af­greitt sem lög á yf­ir­stand­andi þingi. Um níu þúsund manns mundu þar með bætast á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.


Tengdar fréttir

Á móti lækkun kosningaaldurs

"Við í Hveragerði teljum að líta verði á málið í heild sinni. Ef 16 ára börn eiga að mega kjósa, á þá lögræðisaldur ekki að vera 16 ár líka?“ segir Unnur Þormóðsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.

Vilja lækka kosningaaldur

Fyrir alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×