Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2018 18:30 Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“ Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“
Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“