Körfubolti

Combs meiddur og ekki meira með Stjörnunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafn er búinn að missa annan Kanann sinn í meiðsli.
Hrafn er búinn að missa annan Kanann sinn í meiðsli. vísir/anton
Darrell Combs, Bandaríkjamaðurinn í liði Stjörnunnar í Dominos-deild karla, er frá vegna meiðsla og mun hann ekki leika meira með liðinu á tímabilinu.

„Hann er í raun búinn að ljúka leik. Það eru slitin liðbönd í vísifingri á hægri hendi. Í rauninni er fingurinn líflaus. Hann er í gifsti í tvær til þrjár vikur og því er þetta búið hjá honum,” sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við blaðamann Vísis í Hertz-hellinum fyrir leikinn gegn ÍR í kvöld.

Sjá einnig:Í beinni: ÍR - Stjarnan │ Allt í járnum í einvíginu, hver tekur forystuna?

„Við vitum ekki hvenær hann myndi ná sér. Það er bara þannig. Hann er ekki með í kvöld en vonandi þéttir þetta mannskapinn.”

Hann segir að meiðslin hafi plagað Combs lengi en hann hafi ekki greint frá þessu fyrr en í síðustu viku. Svo hafi þetta komið í ljós við skoðun hjá lækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×