Útflutningur eykst þrátt fyrir styrkingu krónu Sveinn Arnarsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Formaður Félags hrossabænda segir gott verð fást fyrir góða gripi en bændur hafi fækkað hjá sér eftir nokkurt offramboð Vísir/Getty Alls voru 1.485 hross flutt út á síðasta ári eða rúmlega fjögur hross á dag að meðaltali. Til samanburðar fæddust um 3.700 folöld í fyrra samkvæmt upprunaættbók íslenska hestsins. Er þetta fjölgun um nærri þrjátíu prósent frá árinu 2010. Sterk staða krónunnar virðist ekki gera hrossabændum erfitt að selja hross út. Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk eru aðaláfangastaðir útfluttra hrossa. Samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur stígandi verið í sölu íslenskra hrossa erlendis. Fleiri íslenskir hestar eru samanlagt í þremur stærstu íslandshestalöndunum en á Íslandi. „Það er mikilvægt fyrir íslenska hrossabændur að flytja út hross. Það bætir stöðu ræktenda og hrossabænda hér á landi. Í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðið hlutfall farið út af kynbótahrossum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.Landsmót hestamannafélaga er haldið í sumar í Reykjavík. Þessi íslandshestahátíð er haldin annað hvert ár. Að mati Sveins er meira um að vera á landsmótsárum og menn leggja meira upp úr starfinu á þessum árum. „Landsmót er auðvitað mikill gluggi fyrir hestinn og hestamennskuna og menn kappkosta að reyna að ná árangri á landsmóti. Landsmót er til að mynda stærsta útihátíð sem haldin er á Íslandi,“ bætir Sveinn við. Mikill fjöldi erlendra gesta mætir á landsmótið hverju sinni. „Góð hross eru að fara út á góðu verði. Góðir gripir geta selst á það góðu verði að það skili miklum virðisauka til eiganda. Það er í sjálfu sér mjög gott fyrir íslandshestaheiminn allan. Íslenski hesturinn er einnig þjóðinni mikilvægur og hefur mikið aðdráttarafl. Það sannast nú best í því að fjölmargir erlendir aðilar hafa beinlínis sest hér að vegna hestsins, eiga hér aðstöðu, húsnæði og jafnvel jarðir, til að stunda sína hestamennsku og ræktun. Það auðvitað skilar sér í bættum þjóðarhag,“ bætir Sveinn við. Fæddum folöldum hefur verið að fækka undanfarið og segir Sveinn að markaðurinn sé að ná jafnvægi á nýjan leik eftir líkast til nokkurt offramboð á hestum síðustu ár. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Alls voru 1.485 hross flutt út á síðasta ári eða rúmlega fjögur hross á dag að meðaltali. Til samanburðar fæddust um 3.700 folöld í fyrra samkvæmt upprunaættbók íslenska hestsins. Er þetta fjölgun um nærri þrjátíu prósent frá árinu 2010. Sterk staða krónunnar virðist ekki gera hrossabændum erfitt að selja hross út. Þýskaland, Svíþjóð og Danmörk eru aðaláfangastaðir útfluttra hrossa. Samkvæmt WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur stígandi verið í sölu íslenskra hrossa erlendis. Fleiri íslenskir hestar eru samanlagt í þremur stærstu íslandshestalöndunum en á Íslandi. „Það er mikilvægt fyrir íslenska hrossabændur að flytja út hross. Það bætir stöðu ræktenda og hrossabænda hér á landi. Í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðið hlutfall farið út af kynbótahrossum,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.Landsmót hestamannafélaga er haldið í sumar í Reykjavík. Þessi íslandshestahátíð er haldin annað hvert ár. Að mati Sveins er meira um að vera á landsmótsárum og menn leggja meira upp úr starfinu á þessum árum. „Landsmót er auðvitað mikill gluggi fyrir hestinn og hestamennskuna og menn kappkosta að reyna að ná árangri á landsmóti. Landsmót er til að mynda stærsta útihátíð sem haldin er á Íslandi,“ bætir Sveinn við. Mikill fjöldi erlendra gesta mætir á landsmótið hverju sinni. „Góð hross eru að fara út á góðu verði. Góðir gripir geta selst á það góðu verði að það skili miklum virðisauka til eiganda. Það er í sjálfu sér mjög gott fyrir íslandshestaheiminn allan. Íslenski hesturinn er einnig þjóðinni mikilvægur og hefur mikið aðdráttarafl. Það sannast nú best í því að fjölmargir erlendir aðilar hafa beinlínis sest hér að vegna hestsins, eiga hér aðstöðu, húsnæði og jafnvel jarðir, til að stunda sína hestamennsku og ræktun. Það auðvitað skilar sér í bættum þjóðarhag,“ bætir Sveinn við. Fæddum folöldum hefur verið að fækka undanfarið og segir Sveinn að markaðurinn sé að ná jafnvægi á nýjan leik eftir líkast til nokkurt offramboð á hestum síðustu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira